Innlent

Ný varnarmálastofnun mun annast rekstur mannvirkja Nató

Utanríkisráðherra hyggst koma á fót nýrri varnarmálastofnun sem hefur það hlutverk að annast allan rekstur mannvirkja Nató á Íslandi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á fundi Samtaka um vestræna samvinnu í dag.

Samkvæmt ráðherra verður stofnuninni ætlað að sjá um rekstur ratstjárkerfisins, öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli, varnaræfinga og öll samskipti sem byggja á öryggistrúnaði innan Nató.

Í máli ráðherra kom einnig fram að um mannvirki og búnað Nató gildi strangar reglur sem Ísland, sem aðildarríki, verði að virða. Greina þurfi skýrlega í sundur hernaðarlega varnarstarfsemi og borgaralega starfsemi og mun stofnun varnarmálastofnunar þjóna því markmiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×