Innlent

Alfreðsnefndin kostaði 283 milljónir króna

Alfreð Þorsteinsson hefur nýtt tímann vel frá því að hann lét af formennsku í nefndinni.
Alfreð Þorsteinsson hefur nýtt tímann vel frá því að hann lét af formennsku í nefndinni.

Framkvæmdanefnd sem skipuð var til að skipuleggja byggingu nýs sjúkrahús kostaði 283 milljónir króna. Þetta kemur fram í upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu.

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra skipaði nefndina fyrir tveimur árum síðan. Þá var ákveðið að Alfreð Þorsteinsson myndi veita henni formennsku. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra lagði svo nefndina niður nú í haust vegna skipulagsbreytinga.

Launagreiðslur vegna nefndarinnar nema alls 38 milljónum króna. Tuttugu milljónir fyrir árið 2007 en 18 milljónir fyrir árið 2006. Stærsti kostnaðaliður nefndarinnar var hins vegar liðurinn verkkaup og byggingavörur en hann nam 114 milljónum árið 2007 og 146 milljónum árið 2006. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er stærstur hluti þessarar upphæðar vegna greiðslna til erlendra arkitekta.

Heildarmánaðarlaun Alfreðs fyrir nefndina voru rétt rúma 500 þúsund krónur.

Ekki náðist í Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra við vinnslu fréttarinnar.

Sé smellt á hlekkina hér að neðan má skoða sundurliðaðan kostnað vegna nefndarinnar og ráðningasamnings Alfreðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×