Tekist á um hversu góð lífskjörin væru á Íslandi 27. nóvember 2007 14:14 MYND/GVA Deilt var um það hversu góð lífskjörin væru á Íslandi í umræðum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Tilefnið var niðurstöður Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna að Ísland væri fremst meðal þjóða heimsins hvað lífskjör varðaði. Það var Guðfinna Bjarnadóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem vakti athygli á skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem staðfesti að lífskjör á Íslandi væru þau bestu í heimi. Fagnaði hún þessari niðurstöðu og sagði tíðindin minna Íslendinga á hversu lánssamir þeir væru að búa hér og starfa. Fram undan væri að efla enn frekar íslensk þjóðfélag og hægt væri að gera enn betur. Geir H. Haarde forsætisráðherra fagnaði sömuleiðis niðurstöðum skýrslunnar og sagði hana sýna að Íslendingar hefðu enn bætt stöðu sína. Um væri að ræða áskorun um að halda áfram að standa sig vel. Geir benti einnig á að þau tíðindi hefðu borist í morgun að Moody´s hefði ákveðið að breyta ekki lánshæfismati á ríkissjóði Íslands. Moody´s hefði haft Ísland í hæsta flokki í nokkurn tíma. Þessi tíðindi ættu að vera þeim áminning sem reyndu að tala niður þann ávinning sem náðst hefði á síðustu árum. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, óskaði Íslendingum til hamingju með árangurinn. Þá óskaði hann Samfylkingunni til hamingju með að taka við svo góðu búi frá Framsóknarmönnum og þá þakkaði hann Vinstri - grænum fyrir að skammast lengi yfir vondri stöðu Íslands. Guðni sagði vanda að verja þennan árangur og mestu skipti hér yrði atvinna og aðgangur að menntun og heilbrigðisþjónustu. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði fullt tilefni til að gleðjast yfir góðum árangri. Benti hann á að þessi árangur hefði ekki náðst ef menn hefðu ekki nýtt auðlindir lands og sjávar. Jón Magnússon, flokksbróðir Kristins, benti hins vegar á að tollstjórinn í Reykjavík hefði komið á fundi efnahagsnefndar og bent á að það sem af er árinu hefðu verið gerð fimm þúsund árangurslaus fjárnám í umdæmi hans. Þá bærust fréttir af því að biðraðir hjá hjálparsamtökum hefðu lengst. Afgerandi velferðarhalli væri í samfélaginu sem þyrfti að leiðrétta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði að tíðindin legðu miklar skyldur á herðar Íslendinga, meðal annars í loftlagsmálum. Vakin væri athygli á því í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar gætu komið fátækari þjóðum til aðstoðar meðal annars með verkefnum í jarðhita. Þá sagði hún að ekki væri öllu lokið hér á landi og menn mættu ekki hreykja sér um of. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstri - grænna, benti á að meðalkúrfan yfir lífsgæði hér væri góð og ástæðan fyrir því að ríka fólkinu hér á landi hefði fjölgað. Enn væri þó margt óunnið og því rétt hjá utanríkisráðherra að hreykja sér um of. Þá vakti hún athygli á því að samkvæmt skýrslunni væru Íslendingar meðal þeirra sem losuðu mest af gróðurhúsalofftegundum og þá væri hvergi á byggðu bóli notað eins mikið rafmagn. Stjórnvöld þyrftu því að ráðast í í orkusparnaðarátak. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Deilt var um það hversu góð lífskjörin væru á Íslandi í umræðum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Tilefnið var niðurstöður Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna að Ísland væri fremst meðal þjóða heimsins hvað lífskjör varðaði. Það var Guðfinna Bjarnadóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem vakti athygli á skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem staðfesti að lífskjör á Íslandi væru þau bestu í heimi. Fagnaði hún þessari niðurstöðu og sagði tíðindin minna Íslendinga á hversu lánssamir þeir væru að búa hér og starfa. Fram undan væri að efla enn frekar íslensk þjóðfélag og hægt væri að gera enn betur. Geir H. Haarde forsætisráðherra fagnaði sömuleiðis niðurstöðum skýrslunnar og sagði hana sýna að Íslendingar hefðu enn bætt stöðu sína. Um væri að ræða áskorun um að halda áfram að standa sig vel. Geir benti einnig á að þau tíðindi hefðu borist í morgun að Moody´s hefði ákveðið að breyta ekki lánshæfismati á ríkissjóði Íslands. Moody´s hefði haft Ísland í hæsta flokki í nokkurn tíma. Þessi tíðindi ættu að vera þeim áminning sem reyndu að tala niður þann ávinning sem náðst hefði á síðustu árum. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, óskaði Íslendingum til hamingju með árangurinn. Þá óskaði hann Samfylkingunni til hamingju með að taka við svo góðu búi frá Framsóknarmönnum og þá þakkaði hann Vinstri - grænum fyrir að skammast lengi yfir vondri stöðu Íslands. Guðni sagði vanda að verja þennan árangur og mestu skipti hér yrði atvinna og aðgangur að menntun og heilbrigðisþjónustu. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði fullt tilefni til að gleðjast yfir góðum árangri. Benti hann á að þessi árangur hefði ekki náðst ef menn hefðu ekki nýtt auðlindir lands og sjávar. Jón Magnússon, flokksbróðir Kristins, benti hins vegar á að tollstjórinn í Reykjavík hefði komið á fundi efnahagsnefndar og bent á að það sem af er árinu hefðu verið gerð fimm þúsund árangurslaus fjárnám í umdæmi hans. Þá bærust fréttir af því að biðraðir hjá hjálparsamtökum hefðu lengst. Afgerandi velferðarhalli væri í samfélaginu sem þyrfti að leiðrétta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði að tíðindin legðu miklar skyldur á herðar Íslendinga, meðal annars í loftlagsmálum. Vakin væri athygli á því í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar gætu komið fátækari þjóðum til aðstoðar meðal annars með verkefnum í jarðhita. Þá sagði hún að ekki væri öllu lokið hér á landi og menn mættu ekki hreykja sér um of. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstri - grænna, benti á að meðalkúrfan yfir lífsgæði hér væri góð og ástæðan fyrir því að ríka fólkinu hér á landi hefði fjölgað. Enn væri þó margt óunnið og því rétt hjá utanríkisráðherra að hreykja sér um of. Þá vakti hún athygli á því að samkvæmt skýrslunni væru Íslendingar meðal þeirra sem losuðu mest af gróðurhúsalofftegundum og þá væri hvergi á byggðu bóli notað eins mikið rafmagn. Stjórnvöld þyrftu því að ráðast í í orkusparnaðarátak.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira