Innlent

Jón Ásgeir fékk 43 milljónir endurgreiddar frá skattinum

Jón Ásgeir Jóhannesson fékk væna summu í endurgreiðslu frá skattinum í október.
Jón Ásgeir Jóhannesson fékk væna summu í endurgreiðslu frá skattinum í október.

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs og 365 hf, sem rekur meðal annars visir.is, fékk endurgreiddar 43 milljónir frá skattinum nú í byrjun október vegna ofgreiðslu á árinu 2005. Þetta staðfesti hann við Vísi í morgun.

Já, ég get staðfest að ég fékk tugi milljóna endurgreidda frá skattinum í síðastliðnum mánuði," segir Jón Ásgeir við Vísi.

Ekki er þó ljóst hvort þessi endurgreiðsla leysi Jón Ásgeir undan þeirri rannsókn sem Yfirskattanefnd hefur framkvæmt að undanförnu á Baugi Group, honum og öðrum einstaklingum tengdum félaginu. Ekki er komin niðurstaða í mál Baugs en Björn Þorvaldsson, settur sakasóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að Yfirskattanefnd hafi lokið umfjöllun sinni um skattamál fyrrnefndra aðila og að stutt sé í að ákvörðun um ákæru verði tekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×