Innlent

Foreldrar aftur í kvikmyndahús

Kvikmyndin Foreldrar sem hlaut sex verðlaun á Edduhátíðinni um síðustu helgi hefur verið tekin aftur til sýninga í bíóhúsum vegna fjölda áskoranna. Myndin hlaut flest verðlaunin á hátíðinni og var meðal annars valin kvikmynd ársins. Foreldrar verða sýndir í SAM bíóunum í Reykjavík og á Akureyri. Sýningarfjöldi er takmarkaður.

Ragnar Bragason hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn, og handrit myndarinnar varð hlutskarpast í flokknum Handrit ársins.

Nanna Kristín Magnúsdóttir hlaut verðlaun fyrir bestan leik kvenna og Ingvar E. Sigurðsson sem besti leikari. Þá hlaut Bergsteinn Björgólfsson verðlaun fyrir kvikmyndun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×