Enski boltinn

Wenger stendur með Almunia

Elvar Geir Magnússon skrifar
Manuel Almunia.
Manuel Almunia.

Arsene Wenger segist ætla að standa með markverðinum Manuel Almunia þrátt fyrir þá gagnrýni sem hann hefur hlotið eftir leikinn gegn Manchester United um helgina. Sá spænski var langt frá því að virka sannfærandi í leiknum.

Sérstaklega hefur verið rætt um síðara mark United í leiknum þar sem Almunia rauk út úr markinu.

Almunia heldur Jens Lehmann á bekknum og það lítur út fyrir að svo verði áfram. „Ég er vanur að halda mig við einn markvörð sem aðalmarkvörð," sagði Wenger.

„Okkur hefur gengið virkilega vel í upphafi tímabils og ég ætla mér ekki að fara að hræra í því. Almunia fær allan minn stuðning. Það gera allir mistök."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×