Vill hækka lendingargjöld til að fækka einkaþotum 5. nóvember 2007 16:00 Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur í hyggju að hækka lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli, meðal annars til þess að draga úr lendingum einkaþotna á vellinum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Það var flokkssystir Kristjáns og formaður samgöngunefndar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem innti ráðherra eftir afstöðu hans til flugs og lendinga einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli. Benti hún á að lendingum þeirra hefði fjölgað umtalsvert á síðustu misserum með tilheyrandi mengun og hávaða. Þeir sem byggju við flugvallarstæðið hefðu bæði af þessu áhyggjur og ama.Sagði hún þróunina hafa verið þá að draga úr umferð á flugvellinum og því skyti það skökku við að sjá þessa aukningu í lendingum og flugi einkaþotna. Spurði hún ráðherra hvort hann deildi ekki þeirri framtíðarsýn með henni að þessi umferð ætti fremur heima á Keflavíkurflugvelli.Samgönguráðherra greindi frá því að hann hefði nýlega fundað með fulltrúum frá Flugstoðum. Þar hefði meðal annars komið fram að hreyfingar í millilandaflugi á Reykjavíkurflugvelli, það er lendingar og brottfarir, hefðu verið 4500 í fyrra og líklega 3600 það sem af væri þessu ári.Þetta hefði komið til tals vegna þeirra tekna sem flugmálayfirvöld hefðu af þessu flugi. Það hefði komið honum á óvart að tekjurnar væru ekki háar og unnið væri að því að breyta því þannig að tekjurnar myndu aukast. Sagði ráðherra að með því að hækka lendingargjöldin á Reykjavíkurflugvelli mætti leiða líkur að því að lendingum einkaþotna myndi fækka.Steinunn Valdís þakkaði svarið og benti á að þótt þau flokkssystkinin væru ekki alltaf sammála um um flugvöllinn í Reykjavík þá heyrðist henni þau vera sammála um að þetta flug ætti ekki heima á Reykjavíkurflugvelli. Hún horfði ekki á málið út frá tekjum heldur fremur mengun og ekki síður hávaðamengun.Kristján sagði að málefni Reykjavíkurflugvallar væru í vinnslu. Hann hefði átt góðan fund um daginn með fulltrúum betri byggðar þar sem fram hefði komið að skortur væri á veðurfarsrannsóknum á Hólmsheiði, sem nefnd hefur verið sem hugsanlegt nýtt flugvallarstæði í Reykjavík. Sagði ráðherra að þær veðurfarsrannsóknir væru nú hafnar. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur í hyggju að hækka lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli, meðal annars til þess að draga úr lendingum einkaþotna á vellinum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Það var flokkssystir Kristjáns og formaður samgöngunefndar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem innti ráðherra eftir afstöðu hans til flugs og lendinga einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli. Benti hún á að lendingum þeirra hefði fjölgað umtalsvert á síðustu misserum með tilheyrandi mengun og hávaða. Þeir sem byggju við flugvallarstæðið hefðu bæði af þessu áhyggjur og ama.Sagði hún þróunina hafa verið þá að draga úr umferð á flugvellinum og því skyti það skökku við að sjá þessa aukningu í lendingum og flugi einkaþotna. Spurði hún ráðherra hvort hann deildi ekki þeirri framtíðarsýn með henni að þessi umferð ætti fremur heima á Keflavíkurflugvelli.Samgönguráðherra greindi frá því að hann hefði nýlega fundað með fulltrúum frá Flugstoðum. Þar hefði meðal annars komið fram að hreyfingar í millilandaflugi á Reykjavíkurflugvelli, það er lendingar og brottfarir, hefðu verið 4500 í fyrra og líklega 3600 það sem af væri þessu ári.Þetta hefði komið til tals vegna þeirra tekna sem flugmálayfirvöld hefðu af þessu flugi. Það hefði komið honum á óvart að tekjurnar væru ekki háar og unnið væri að því að breyta því þannig að tekjurnar myndu aukast. Sagði ráðherra að með því að hækka lendingargjöldin á Reykjavíkurflugvelli mætti leiða líkur að því að lendingum einkaþotna myndi fækka.Steinunn Valdís þakkaði svarið og benti á að þótt þau flokkssystkinin væru ekki alltaf sammála um um flugvöllinn í Reykjavík þá heyrðist henni þau vera sammála um að þetta flug ætti ekki heima á Reykjavíkurflugvelli. Hún horfði ekki á málið út frá tekjum heldur fremur mengun og ekki síður hávaðamengun.Kristján sagði að málefni Reykjavíkurflugvallar væru í vinnslu. Hann hefði átt góðan fund um daginn með fulltrúum betri byggðar þar sem fram hefði komið að skortur væri á veðurfarsrannsóknum á Hólmsheiði, sem nefnd hefur verið sem hugsanlegt nýtt flugvallarstæði í Reykjavík. Sagði ráðherra að þær veðurfarsrannsóknir væru nú hafnar.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira