Valdamesti Vítisengill Danmerkur heimsótti Ísland - fleiri hafa fylgt í kjölfarið 5. nóvember 2007 14:51 Meðlimir Hells' Angels hafa sloppið í gegnum nálarauga íslenskra yfirvalda. MYND/AFP Meðlimir í Vítisenglunum virðast sumir hverjir hafa sloppið í gegn um nálarauga lögregluyfirvalda þrátt fyrir markvissar aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir heimsóknir þeirra. Ef marka má heimasíðu eins þekktasta engils Norðurlanda, Jörn „Jönke" Nielsen, kom hann til Íslands árið 1999. Þá virðast að minnsta kosti tveir meðlimir frá Noregi hafa dvalist hér á landi í vor. Einn þekktasti engill Norðurlanda Jörn „Jönke" Nielsen er talinn einn valdamesti Vítisengill Norðurlanda. Hann gekk í samtökin um 1980 og síðan þá hefur frægðarsól hans risið. Á heimasíðu Jönke er myndaalbúm sem varpar ljósi á lífshlaup hans allt frá því hann var unglingur. Þar á meðal má sjá mynd af honum fyrir framan ryðgað skipsflak og í myndatexta segir Jönke að myndin sé tekin á suðurstönd Íslands árið 1999. Ekki fylgir sögunni í hvaða erindagjörðum hann var hér á landi en myndin er greinilega tekin á Reykjanesskaganum og á þeim tíma voru höfuðstöðvar Fáfnismanna í Grindavík. Drap Makrílinn Jönke tók virkan þátt í stríðinu sem geisaði á milli Hells' Angels og Bullshitt mótorhjólaklíkunnar á níunda áratugnum en í þeirri valdabaráttu lágu fjölmargir í valnum. Stríðið náði hámarki þegar Jönke myrti foringja Bullshitt, sem kallaður var Makríllinn. Makríllinn var skotinn 25 skotum úr vélbyssu fyrir utan heimili sitt og vakti morðið gríðarlega athygli í Danmörku á sínum tíma. Jönke flúði til Frakklands og síðar til Kanada þar sem hann fór huldu höfði all til ársins 1988 þegar hann gaf sig fram sjálfviljugur. Reynt að drepa hann í fangelsinu Jönke var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Makrílnum og hann var í fangelsi þegar stríð á milli Hells' Angels og Bandidos braust út. 1996 reyndu andstæðingar hans að drepa hann með því að skjóta á hann úr vélbyssu og kasta handsprengju inn í klefann hans þegar hann afplánaði dóm sinn í opnu fangelsi í Jyderup. Jönke fékk skot í síðuna og í magan en hann lifði árásina af. Þegar hann losnaði úr fangelsinu tók hann þátt í að koma á friði á milli Hells' Angels og Bandidos og er hann talinn næstráðandi í samtökunum í Danmörku á eftir forsetanum „Blondie" Nielsen. Jönke komst aftur í kast við lögin þegar hann var fundinn sekur ásamt nokkrum félögum sínum fyrir að berja mann til bana á bar í Álaborg. Jönke fékk fjögurra ára dóm fyrir þáttöku sína og hefur hann lokið afplánun. Ævisagan fór í metsölu Sonny Barger, forvígismaður Hells' Angels á heimsvísu, hefur verið Jönke nokkur fyrirmynd. Barger hefur verið duglegur við að hreinsa ímynd samtakanna og skipuleggja góðgerðarsamkomur. Hann hefur gefið út fjölmargar bækur um líf sitt í samtökunum og hann þreytist heldur ekki á því að árétta að Hells' Angels séu heiðvirð mótorhjólasamtök sem koma skipulagðri glæpastarfssemi ekkert við. Lögregluyfirvöld víðs vegar um heiminn eru þó fæst á sama máli. Barger sjálfur var til að mynda dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um að sprengja höfuðstöðvar annarar klíku, „The Outlaws", í loft upp árið 1988. Jönke hefur einnig verið duglegur við að vekja á sér athygli í norrænum fjölmiðlum. Hann gaf meðal annars út ævisögu sína sem náði metsölu og hann virðist halda utan um heimasíðu Hells' Angels í Danmörku. MYNd/Rósa Þjóðverjar í heimsókn Á heimasíðu þýsku mótorhjólasamtakanna „Daring Eagles" eru svo birtar myndir frá því í sumar þegar þeir heimsóttu Ísland. „Daring Eagles" eru ekki meðlimir í Hells' Angels en á heimasíðu þeirra kemur fram að þeir haldi „góðu sambandi við innlenda og erlenda mótorhjólaklúbba." Meðlimir klúbbsins heimsóttu Ísland síðastliðið vor og virðast hafa notið gestrisni Fáfnismanna á meðan á dvölinni stóð. Mótorhjólamennirnir kíktu í Bláa Lónið, skoðuðu Gullfoss og Geysi og virtu fyrir sér Kerið. Norskir Vítisenglar á djamminu Þá virðast þeir hafa skellt sér út á lífið í Reykjavík með félögum í Fafner Iceland og tveimur mönnum sem eru í leðurvestum merktum Vítisenglum frá Drammen í Noregi. Á myndunum má sjá þá í góðu yfirlæti í samkvæmi sem líklega hefur verið haldið í höfuðstöðvum Fáfnis á Frakkastíg. Ekki fylgir sögunni í hvaða erindagjörðum Norðmennirnir á myndunum hafa verið hér á landi, né hvort þeir eru hér enn. Hér má sjá Jörn „Jönke" Nielsen á Íslandi. Íslandsmyndin er í „Galleri". Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Meðlimir í Vítisenglunum virðast sumir hverjir hafa sloppið í gegn um nálarauga lögregluyfirvalda þrátt fyrir markvissar aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir heimsóknir þeirra. Ef marka má heimasíðu eins þekktasta engils Norðurlanda, Jörn „Jönke" Nielsen, kom hann til Íslands árið 1999. Þá virðast að minnsta kosti tveir meðlimir frá Noregi hafa dvalist hér á landi í vor. Einn þekktasti engill Norðurlanda Jörn „Jönke" Nielsen er talinn einn valdamesti Vítisengill Norðurlanda. Hann gekk í samtökin um 1980 og síðan þá hefur frægðarsól hans risið. Á heimasíðu Jönke er myndaalbúm sem varpar ljósi á lífshlaup hans allt frá því hann var unglingur. Þar á meðal má sjá mynd af honum fyrir framan ryðgað skipsflak og í myndatexta segir Jönke að myndin sé tekin á suðurstönd Íslands árið 1999. Ekki fylgir sögunni í hvaða erindagjörðum hann var hér á landi en myndin er greinilega tekin á Reykjanesskaganum og á þeim tíma voru höfuðstöðvar Fáfnismanna í Grindavík. Drap Makrílinn Jönke tók virkan þátt í stríðinu sem geisaði á milli Hells' Angels og Bullshitt mótorhjólaklíkunnar á níunda áratugnum en í þeirri valdabaráttu lágu fjölmargir í valnum. Stríðið náði hámarki þegar Jönke myrti foringja Bullshitt, sem kallaður var Makríllinn. Makríllinn var skotinn 25 skotum úr vélbyssu fyrir utan heimili sitt og vakti morðið gríðarlega athygli í Danmörku á sínum tíma. Jönke flúði til Frakklands og síðar til Kanada þar sem hann fór huldu höfði all til ársins 1988 þegar hann gaf sig fram sjálfviljugur. Reynt að drepa hann í fangelsinu Jönke var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Makrílnum og hann var í fangelsi þegar stríð á milli Hells' Angels og Bandidos braust út. 1996 reyndu andstæðingar hans að drepa hann með því að skjóta á hann úr vélbyssu og kasta handsprengju inn í klefann hans þegar hann afplánaði dóm sinn í opnu fangelsi í Jyderup. Jönke fékk skot í síðuna og í magan en hann lifði árásina af. Þegar hann losnaði úr fangelsinu tók hann þátt í að koma á friði á milli Hells' Angels og Bandidos og er hann talinn næstráðandi í samtökunum í Danmörku á eftir forsetanum „Blondie" Nielsen. Jönke komst aftur í kast við lögin þegar hann var fundinn sekur ásamt nokkrum félögum sínum fyrir að berja mann til bana á bar í Álaborg. Jönke fékk fjögurra ára dóm fyrir þáttöku sína og hefur hann lokið afplánun. Ævisagan fór í metsölu Sonny Barger, forvígismaður Hells' Angels á heimsvísu, hefur verið Jönke nokkur fyrirmynd. Barger hefur verið duglegur við að hreinsa ímynd samtakanna og skipuleggja góðgerðarsamkomur. Hann hefur gefið út fjölmargar bækur um líf sitt í samtökunum og hann þreytist heldur ekki á því að árétta að Hells' Angels séu heiðvirð mótorhjólasamtök sem koma skipulagðri glæpastarfssemi ekkert við. Lögregluyfirvöld víðs vegar um heiminn eru þó fæst á sama máli. Barger sjálfur var til að mynda dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um að sprengja höfuðstöðvar annarar klíku, „The Outlaws", í loft upp árið 1988. Jönke hefur einnig verið duglegur við að vekja á sér athygli í norrænum fjölmiðlum. Hann gaf meðal annars út ævisögu sína sem náði metsölu og hann virðist halda utan um heimasíðu Hells' Angels í Danmörku. MYNd/Rósa Þjóðverjar í heimsókn Á heimasíðu þýsku mótorhjólasamtakanna „Daring Eagles" eru svo birtar myndir frá því í sumar þegar þeir heimsóttu Ísland. „Daring Eagles" eru ekki meðlimir í Hells' Angels en á heimasíðu þeirra kemur fram að þeir haldi „góðu sambandi við innlenda og erlenda mótorhjólaklúbba." Meðlimir klúbbsins heimsóttu Ísland síðastliðið vor og virðast hafa notið gestrisni Fáfnismanna á meðan á dvölinni stóð. Mótorhjólamennirnir kíktu í Bláa Lónið, skoðuðu Gullfoss og Geysi og virtu fyrir sér Kerið. Norskir Vítisenglar á djamminu Þá virðast þeir hafa skellt sér út á lífið í Reykjavík með félögum í Fafner Iceland og tveimur mönnum sem eru í leðurvestum merktum Vítisenglum frá Drammen í Noregi. Á myndunum má sjá þá í góðu yfirlæti í samkvæmi sem líklega hefur verið haldið í höfuðstöðvum Fáfnis á Frakkastíg. Ekki fylgir sögunni í hvaða erindagjörðum Norðmennirnir á myndunum hafa verið hér á landi, né hvort þeir eru hér enn. Hér má sjá Jörn „Jönke" Nielsen á Íslandi. Íslandsmyndin er í „Galleri".
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira