Valdamesti Vítisengill Danmerkur heimsótti Ísland - fleiri hafa fylgt í kjölfarið 5. nóvember 2007 14:51 Meðlimir Hells' Angels hafa sloppið í gegnum nálarauga íslenskra yfirvalda. MYND/AFP Meðlimir í Vítisenglunum virðast sumir hverjir hafa sloppið í gegn um nálarauga lögregluyfirvalda þrátt fyrir markvissar aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir heimsóknir þeirra. Ef marka má heimasíðu eins þekktasta engils Norðurlanda, Jörn „Jönke" Nielsen, kom hann til Íslands árið 1999. Þá virðast að minnsta kosti tveir meðlimir frá Noregi hafa dvalist hér á landi í vor. Einn þekktasti engill Norðurlanda Jörn „Jönke" Nielsen er talinn einn valdamesti Vítisengill Norðurlanda. Hann gekk í samtökin um 1980 og síðan þá hefur frægðarsól hans risið. Á heimasíðu Jönke er myndaalbúm sem varpar ljósi á lífshlaup hans allt frá því hann var unglingur. Þar á meðal má sjá mynd af honum fyrir framan ryðgað skipsflak og í myndatexta segir Jönke að myndin sé tekin á suðurstönd Íslands árið 1999. Ekki fylgir sögunni í hvaða erindagjörðum hann var hér á landi en myndin er greinilega tekin á Reykjanesskaganum og á þeim tíma voru höfuðstöðvar Fáfnismanna í Grindavík. Drap Makrílinn Jönke tók virkan þátt í stríðinu sem geisaði á milli Hells' Angels og Bullshitt mótorhjólaklíkunnar á níunda áratugnum en í þeirri valdabaráttu lágu fjölmargir í valnum. Stríðið náði hámarki þegar Jönke myrti foringja Bullshitt, sem kallaður var Makríllinn. Makríllinn var skotinn 25 skotum úr vélbyssu fyrir utan heimili sitt og vakti morðið gríðarlega athygli í Danmörku á sínum tíma. Jönke flúði til Frakklands og síðar til Kanada þar sem hann fór huldu höfði all til ársins 1988 þegar hann gaf sig fram sjálfviljugur. Reynt að drepa hann í fangelsinu Jönke var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Makrílnum og hann var í fangelsi þegar stríð á milli Hells' Angels og Bandidos braust út. 1996 reyndu andstæðingar hans að drepa hann með því að skjóta á hann úr vélbyssu og kasta handsprengju inn í klefann hans þegar hann afplánaði dóm sinn í opnu fangelsi í Jyderup. Jönke fékk skot í síðuna og í magan en hann lifði árásina af. Þegar hann losnaði úr fangelsinu tók hann þátt í að koma á friði á milli Hells' Angels og Bandidos og er hann talinn næstráðandi í samtökunum í Danmörku á eftir forsetanum „Blondie" Nielsen. Jönke komst aftur í kast við lögin þegar hann var fundinn sekur ásamt nokkrum félögum sínum fyrir að berja mann til bana á bar í Álaborg. Jönke fékk fjögurra ára dóm fyrir þáttöku sína og hefur hann lokið afplánun. Ævisagan fór í metsölu Sonny Barger, forvígismaður Hells' Angels á heimsvísu, hefur verið Jönke nokkur fyrirmynd. Barger hefur verið duglegur við að hreinsa ímynd samtakanna og skipuleggja góðgerðarsamkomur. Hann hefur gefið út fjölmargar bækur um líf sitt í samtökunum og hann þreytist heldur ekki á því að árétta að Hells' Angels séu heiðvirð mótorhjólasamtök sem koma skipulagðri glæpastarfssemi ekkert við. Lögregluyfirvöld víðs vegar um heiminn eru þó fæst á sama máli. Barger sjálfur var til að mynda dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um að sprengja höfuðstöðvar annarar klíku, „The Outlaws", í loft upp árið 1988. Jönke hefur einnig verið duglegur við að vekja á sér athygli í norrænum fjölmiðlum. Hann gaf meðal annars út ævisögu sína sem náði metsölu og hann virðist halda utan um heimasíðu Hells' Angels í Danmörku. MYNd/Rósa Þjóðverjar í heimsókn Á heimasíðu þýsku mótorhjólasamtakanna „Daring Eagles" eru svo birtar myndir frá því í sumar þegar þeir heimsóttu Ísland. „Daring Eagles" eru ekki meðlimir í Hells' Angels en á heimasíðu þeirra kemur fram að þeir haldi „góðu sambandi við innlenda og erlenda mótorhjólaklúbba." Meðlimir klúbbsins heimsóttu Ísland síðastliðið vor og virðast hafa notið gestrisni Fáfnismanna á meðan á dvölinni stóð. Mótorhjólamennirnir kíktu í Bláa Lónið, skoðuðu Gullfoss og Geysi og virtu fyrir sér Kerið. Norskir Vítisenglar á djamminu Þá virðast þeir hafa skellt sér út á lífið í Reykjavík með félögum í Fafner Iceland og tveimur mönnum sem eru í leðurvestum merktum Vítisenglum frá Drammen í Noregi. Á myndunum má sjá þá í góðu yfirlæti í samkvæmi sem líklega hefur verið haldið í höfuðstöðvum Fáfnis á Frakkastíg. Ekki fylgir sögunni í hvaða erindagjörðum Norðmennirnir á myndunum hafa verið hér á landi, né hvort þeir eru hér enn. Hér má sjá Jörn „Jönke" Nielsen á Íslandi. Íslandsmyndin er í „Galleri". Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Meðlimir í Vítisenglunum virðast sumir hverjir hafa sloppið í gegn um nálarauga lögregluyfirvalda þrátt fyrir markvissar aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir heimsóknir þeirra. Ef marka má heimasíðu eins þekktasta engils Norðurlanda, Jörn „Jönke" Nielsen, kom hann til Íslands árið 1999. Þá virðast að minnsta kosti tveir meðlimir frá Noregi hafa dvalist hér á landi í vor. Einn þekktasti engill Norðurlanda Jörn „Jönke" Nielsen er talinn einn valdamesti Vítisengill Norðurlanda. Hann gekk í samtökin um 1980 og síðan þá hefur frægðarsól hans risið. Á heimasíðu Jönke er myndaalbúm sem varpar ljósi á lífshlaup hans allt frá því hann var unglingur. Þar á meðal má sjá mynd af honum fyrir framan ryðgað skipsflak og í myndatexta segir Jönke að myndin sé tekin á suðurstönd Íslands árið 1999. Ekki fylgir sögunni í hvaða erindagjörðum hann var hér á landi en myndin er greinilega tekin á Reykjanesskaganum og á þeim tíma voru höfuðstöðvar Fáfnismanna í Grindavík. Drap Makrílinn Jönke tók virkan þátt í stríðinu sem geisaði á milli Hells' Angels og Bullshitt mótorhjólaklíkunnar á níunda áratugnum en í þeirri valdabaráttu lágu fjölmargir í valnum. Stríðið náði hámarki þegar Jönke myrti foringja Bullshitt, sem kallaður var Makríllinn. Makríllinn var skotinn 25 skotum úr vélbyssu fyrir utan heimili sitt og vakti morðið gríðarlega athygli í Danmörku á sínum tíma. Jönke flúði til Frakklands og síðar til Kanada þar sem hann fór huldu höfði all til ársins 1988 þegar hann gaf sig fram sjálfviljugur. Reynt að drepa hann í fangelsinu Jönke var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Makrílnum og hann var í fangelsi þegar stríð á milli Hells' Angels og Bandidos braust út. 1996 reyndu andstæðingar hans að drepa hann með því að skjóta á hann úr vélbyssu og kasta handsprengju inn í klefann hans þegar hann afplánaði dóm sinn í opnu fangelsi í Jyderup. Jönke fékk skot í síðuna og í magan en hann lifði árásina af. Þegar hann losnaði úr fangelsinu tók hann þátt í að koma á friði á milli Hells' Angels og Bandidos og er hann talinn næstráðandi í samtökunum í Danmörku á eftir forsetanum „Blondie" Nielsen. Jönke komst aftur í kast við lögin þegar hann var fundinn sekur ásamt nokkrum félögum sínum fyrir að berja mann til bana á bar í Álaborg. Jönke fékk fjögurra ára dóm fyrir þáttöku sína og hefur hann lokið afplánun. Ævisagan fór í metsölu Sonny Barger, forvígismaður Hells' Angels á heimsvísu, hefur verið Jönke nokkur fyrirmynd. Barger hefur verið duglegur við að hreinsa ímynd samtakanna og skipuleggja góðgerðarsamkomur. Hann hefur gefið út fjölmargar bækur um líf sitt í samtökunum og hann þreytist heldur ekki á því að árétta að Hells' Angels séu heiðvirð mótorhjólasamtök sem koma skipulagðri glæpastarfssemi ekkert við. Lögregluyfirvöld víðs vegar um heiminn eru þó fæst á sama máli. Barger sjálfur var til að mynda dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um að sprengja höfuðstöðvar annarar klíku, „The Outlaws", í loft upp árið 1988. Jönke hefur einnig verið duglegur við að vekja á sér athygli í norrænum fjölmiðlum. Hann gaf meðal annars út ævisögu sína sem náði metsölu og hann virðist halda utan um heimasíðu Hells' Angels í Danmörku. MYNd/Rósa Þjóðverjar í heimsókn Á heimasíðu þýsku mótorhjólasamtakanna „Daring Eagles" eru svo birtar myndir frá því í sumar þegar þeir heimsóttu Ísland. „Daring Eagles" eru ekki meðlimir í Hells' Angels en á heimasíðu þeirra kemur fram að þeir haldi „góðu sambandi við innlenda og erlenda mótorhjólaklúbba." Meðlimir klúbbsins heimsóttu Ísland síðastliðið vor og virðast hafa notið gestrisni Fáfnismanna á meðan á dvölinni stóð. Mótorhjólamennirnir kíktu í Bláa Lónið, skoðuðu Gullfoss og Geysi og virtu fyrir sér Kerið. Norskir Vítisenglar á djamminu Þá virðast þeir hafa skellt sér út á lífið í Reykjavík með félögum í Fafner Iceland og tveimur mönnum sem eru í leðurvestum merktum Vítisenglum frá Drammen í Noregi. Á myndunum má sjá þá í góðu yfirlæti í samkvæmi sem líklega hefur verið haldið í höfuðstöðvum Fáfnis á Frakkastíg. Ekki fylgir sögunni í hvaða erindagjörðum Norðmennirnir á myndunum hafa verið hér á landi, né hvort þeir eru hér enn. Hér má sjá Jörn „Jönke" Nielsen á Íslandi. Íslandsmyndin er í „Galleri".
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira