Sveitarfélög sýni samstöðu í kjaramálum 5. nóvember 2007 12:39 MYND/Heiða Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir samstöðu sveitarfélaga í kjaramálum mikilvægari en flest annað, ekki síst nú þegar mikil þensla er í atvinnulíifnu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Þetta kom fram í ræðu hans á fjármálaráðstefnu sambandsins sem hófst í morgun. Halldór benti á að sveitarfélögin gegndu ábyrgðarmiklu hlutverki í þjóðfélaginu á ýmsum sviðum, þar á meðal í vinnuveitendamálum. Kjara- og starfsmannamál væru vandmeðfarin og á þeim eru margir fletir, ekki síst nú þegar mikil þensla væri í atvinnulífinu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Vill endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga Benti Halldór á að ríkissjóður hefði á undanförnum árum verið rekinn með myndarlegum tekjuafgangi en sama mætti ekki segja um sveitarfélögin sem mörg hver glímdu við miklar skuldir. Benti hann á að sveitarfélögin hefðu farið fram á hlutdeild í fjármagnstekjuskatti en því hefði ríkisstjórnin tekið fálega. Hins vegar hefði kveðið við annan tón í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Þar hefði Jóhanna sagt að sveitarfélögin hefðu ýmislegt til síns máls varðandi kröfu um hlutdeild í tekjuskatti. Sagði Halldór að með vísan til þessara orða hlytu sveitarfélögin að vænta þess að hafin yrði vinna við endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaganna. „Ekki stendur á okkur að hefja þá vinnu," sagði Halldór. Þá benti hann á að tekjustofnar sveitarfélaga væri settir með lögum en að samræmi yrði að vera á milli tekna og lögskyldra og venjubundinna verkefna sveitarfélaganna. „Sú hefur ekki verið reyndin undanfarin ár eins og fram kemur í hallarekstri og skuldasöfnun sveitarfélaganna. Forsvarsmenn löggjafar- og ríkisvalds geta ekki litið fram hjá þeirri staðreynd. Við ætlumst til þess að nýskipað Alþingi og ný ríkisstjórn taki á þessum málum," sagði Halldór. Halldór benti jafnframt á að sveitarfélögin yrðu að gæta aðhalds og útsjónarsemi í meðferð fjármuna. Þau þyrftu að sýna staðfestu og koma íbúunum í skilning um að ekki væri mögulegt að gera allt fyrir alla og allt í einu. Orku- og veitufyrirtæki þjóni almenningi Halldór vék jafnframt að orkumálum og sagði að sveitarfélögin ættu mörg hver öflug orku- og veitufyrirtæki. Þar hefði byggst upp mikil þekking sem reynt væri að nýta til útflutnings. Sveitarstjórnarmenn mættu þó ekki gleyma því að fyrst og fremst væru þessi verðmiklu fyrirtæki byggð upp til að þjóna almenningi hér heima. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir samstöðu sveitarfélaga í kjaramálum mikilvægari en flest annað, ekki síst nú þegar mikil þensla er í atvinnulíifnu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Þetta kom fram í ræðu hans á fjármálaráðstefnu sambandsins sem hófst í morgun. Halldór benti á að sveitarfélögin gegndu ábyrgðarmiklu hlutverki í þjóðfélaginu á ýmsum sviðum, þar á meðal í vinnuveitendamálum. Kjara- og starfsmannamál væru vandmeðfarin og á þeim eru margir fletir, ekki síst nú þegar mikil þensla væri í atvinnulífinu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Vill endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga Benti Halldór á að ríkissjóður hefði á undanförnum árum verið rekinn með myndarlegum tekjuafgangi en sama mætti ekki segja um sveitarfélögin sem mörg hver glímdu við miklar skuldir. Benti hann á að sveitarfélögin hefðu farið fram á hlutdeild í fjármagnstekjuskatti en því hefði ríkisstjórnin tekið fálega. Hins vegar hefði kveðið við annan tón í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Þar hefði Jóhanna sagt að sveitarfélögin hefðu ýmislegt til síns máls varðandi kröfu um hlutdeild í tekjuskatti. Sagði Halldór að með vísan til þessara orða hlytu sveitarfélögin að vænta þess að hafin yrði vinna við endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaganna. „Ekki stendur á okkur að hefja þá vinnu," sagði Halldór. Þá benti hann á að tekjustofnar sveitarfélaga væri settir með lögum en að samræmi yrði að vera á milli tekna og lögskyldra og venjubundinna verkefna sveitarfélaganna. „Sú hefur ekki verið reyndin undanfarin ár eins og fram kemur í hallarekstri og skuldasöfnun sveitarfélaganna. Forsvarsmenn löggjafar- og ríkisvalds geta ekki litið fram hjá þeirri staðreynd. Við ætlumst til þess að nýskipað Alþingi og ný ríkisstjórn taki á þessum málum," sagði Halldór. Halldór benti jafnframt á að sveitarfélögin yrðu að gæta aðhalds og útsjónarsemi í meðferð fjármuna. Þau þyrftu að sýna staðfestu og koma íbúunum í skilning um að ekki væri mögulegt að gera allt fyrir alla og allt í einu. Orku- og veitufyrirtæki þjóni almenningi Halldór vék jafnframt að orkumálum og sagði að sveitarfélögin ættu mörg hver öflug orku- og veitufyrirtæki. Þar hefði byggst upp mikil þekking sem reynt væri að nýta til útflutnings. Sveitarstjórnarmenn mættu þó ekki gleyma því að fyrst og fremst væru þessi verðmiklu fyrirtæki byggð upp til að þjóna almenningi hér heima.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira