Innlent

Björgunarsveitin Þorbjörn er 60 ára

Björgunarsveitin Þorbjörn er 60 ára. Mynd tekin af vef Grindavíkurbæjar.
Björgunarsveitin Þorbjörn er 60 ára. Mynd tekin af vef Grindavíkurbæjar.

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík er 60 ára um þessar mundir. Hún hefur bjargað rúmlega 230 mannslífum úr sjávarháska á þeim tíma og síðastliðin ár hefur hún verið kölluð út að meðaltali 38 sinnum á ári.

Að því tilefni hafa verið hátíðarhöld hjá sveitinni um helgina, m.a. var menningar- og sögutengd ganga um Þórkötlustaðanes, opið hús fyrir almenning og veisla þar sem eldri félagar sveitarinnar voru heiðraðir.

Björgunarsveitin Þorbjörn er talin ein af best útbúnu sjóbjörgunarsveitum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×