Innlent

Vítisenglar íhuga málssókn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mennirnir voru stöðvaðir í Leifsstöð í gær.
Mennirnir voru stöðvaðir í Leifsstöð í gær.

Oddgeir Einarsson, lögmaður Vítisengla, segir að þeir félagar úr mótorhjólasamtökunum sem stöðvaðir voru í Leifsstöð í gær, íhugi þann möguleika að stefna íslenskum yfirvöldum vegna aðgerða þeirra. „Við erum með þetta mál í skoðun og að athuga hvort það sé grundvöllur fyrir málsókn," segir Oddgeir.

Hann segist eiga eftir að fara yfir gögn málsins til að kanna forsendur lögregluyfirvalda fyrir þeirri ákvörðun að meina átta Vítisenglum inngöngu í landið og senda þá til Noregs í lögreglufylgd.

Oddgeir segist ekki vita hvort Vítisenglarnir hafi fengið þá túlkaþjónustu sem þeir áttu rétt á þann tíma sem þeim var haldið í Leifsstöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×