Innlent

Ólíklegt að Fáfnismálið skaði ímynd móturhjólamanna

Sniglarnir í hópakstri í sumar.
Sniglarnir í hópakstri í sumar. MYND/VG

Formaður Sniglanna óttast ekki að umræðan um bifhjólasamtökin Hells Angels og Fáfnir eigi eftir að skaða ímynd móturhjólamenningarinnar hér á landi.

„Ég vona svo sannarlega að þetta hafi ekki áhrif á ímynd okkar samtaka," sagði Valdís Steinarsdóttir, formaður Sniglanna, í samtali við Vísi. „Þetta mál með Fáfnir og Hells Angels kemur okkur ekki við og tel því ólíklegt að umræðan skaði okkur á nokkurn hátt."

Sérsveit ríkislögreglustjóra gerði í gær húsleit hjá móturhjólaklúbbnum Fáfnir í Reykjavík. Fundust þar vopn og fíkniefni. Þá hefur landamæraeftirlit verið hert vegna hugsanlegrar komu meðlima Hells Angels hingað til lands.

Valdís segist ekki finna fyrir neikvæðri umræðu. „Það var allt rauðglóandi á Netinu í sumar útaf hraðakstri móturhjólamanna og umræðan var mjög neikvæð. Ég hef hins vegar ekki séð neitt álíka í tengslum við þetta mál."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×