Innlent

Annir hjá björgunarsveitum á Suðurlandi vegna rjúpnaskyttna

Undanfarar úr björgunarsveitum Ingunnar, Biskups og Tintron á Suðurlandi voru kallaðir út um hálfþrjúleytið í nótt til þess að leit að feðgum sem höfðu farið til rjúpnaveiða við Hlöðufell og ekki skilað sér heim á tilsettum tíma. Eftir nokkra leit náðu þeir símasambandi og voru þeir þá á leið niður Haukadalsskóg. Höfðu þeir fest farartæki sitt og gátu og gátu ekki látið vita af ferðum sínum.

Björgunarsveitirnar á Suðurlandi hafa haft í nógu að snúast þann tæpa einn og hálfan sólarhring sem liðinn er af rjúpnaveiðitímabilinu. Þannig var Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni kölluð í gærmorgun, aðeins átta tímum eftir að veiðitímabilið hófst, til þess að aðstoða veiðimenn sem höfðu fest bíl sinn.

Þá voru Ingunn og Biskup kölluð út um miðjan dag í gær til að aðstoða rjúpnaskyttur sem sátu fastar í mikilli aurbleytu við Bláfellsháls. Sveitirnar voru kallaðar út um klukkan tvö í gær en aðgerðum lauk um áttaleytið í gærkvöld. Aðstæður reyndust þar mjög erfiðar á svæðinu og brotnaði öxull í framhásingu í bifreið björgunarsveitar Ingunnar.

Þá hjálpuðu björgunarsveitirnar einnig öðrum veiðimönnum sem höfðu fest sig á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×