Innlent

Grafalvarlegar ásakanir

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra. MYND/365

Ásakanir um að matvælaverslanir beiti blekkingum í verðkönnunum og hafi samráð sín á milli eru grafalvarlegar og kalla á rannsókn að mati viðskiptaráðherra. Hann segist ætla fylgjast grannt með þróun mála.

„Þetta eru grafalvarlegar ásakanir um blekkingar og svik í garð neytenda," sagði Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, í samtali við Vísi. „Það verður að leiða sannleikann fram í dagsljósið og rannsaka málið."

Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins hafa fjölmargir gefið sig fram sem segja að Bónus og Krónan beiti blekkingum þegar verðkannanir eru gerðar í verslunum þeirra. Samkeppniseftirlitið hefur hafið rannsókn á málinu og lofað öllum nafnleynd sem geta tjáð sig um það.

Björgvin segir málið nú liggja hjá Samkeppniseftirlitinu en að hann muni fylgjast grannt með þróun mála. „Það er auðvitað óviðunandi fyrir verslunina að sitja undir þessum ásökunum enda hafa þeir einnig óskað eftir rannsókn. Ég fagna því og efast ekki um að verslunin vinni með Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×