Innlent

Fangageymslur lögreglunnar fullar eftir nóttina

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar og óspekta, fangageymslur fylltust og var síst minna að gera en um helgi.

Lögreglumenn þurftu hvað eftir annað að stilla til friðar á tveimur skóladansleikjum í miðborginni, láta foreldra sækja börn sín á lögreglustöðina, skerast í leikinn vegna deilna út af hávaða í fjölbýlishúsum, skakka hópslagsmál utan dyra við veitingastaði, handtaka menn vegna húsbrots, rannsaka innbrot og gera húsleit heima hjá ökumanni, sem tekinn var vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þá lenti lögregla í átökum við tvo ölvaða og lyfjaða menn á Reykjanesbraut. Þeir slöguðu eftir akbrautinni og en þegar lögregla bað þá að ganga utan vegar, réðust þeir á lögrelgubílinn með spörkum. Þeir gista meðal annarra fangageymslur. Ekki er vitað til þess að neinn hafi meiðst alvarlega í þessum átökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×