Innlent

Fyrsta útkallið þegar komið vegna rjúpnaveiðimanna

Fyrsta útkallið á rjúpnaveiðitímabilinu er þegar komið og það aðeins átta stundum eftir að tímabilið hófst. Í tilkynningu frá Björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni segir að hún hafi fengið útkall klukkan tuttugu mínútur yfir átta í morgun vegna veiðimanna á Landcrusier-jeppa sem sátu fastir í miðri á fyrir norðan Sandkluftarvatn.

Mennirnir höfðu bjargað sér í land og amaði ekkert að þeim þegar björgunarsveitarmenn komu að þeim um klukkustund síðar. Forsvarsmenn björgunarsveitarinnar segja mikinn straum veiðimanna upp á hálendið á þessum slóðum og búast björgunarsveitarmenn við að þurfa að sinna þónokkrum útköllum tengdum rjúpnaveiði eins og undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×