Innlent

Nærri tíu umsækjendur um hverja lóð í Reynisvatnsási

650 umsóknir bárust framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar vegna 69 lóða í Reynisvatnsási. Umsóknarfrestur um lóðir rann út í gær og gat hver umsækjandi sótt um að fá úthlutað einni lóð.

Fram kemur í frétt frá framkvæmdasviði að dregið verði um hvaða umsækjendur fá lóðir þegar búið verður að fara yfir allar umsóknirnar. Gert er ráð fyrir að útdrátturinn fari fram um miðjan nóvember og mun Reiknistofnun Háskóla Íslands annast hann að viðstöddum fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík. Þetta er gert til að tryggja að allir umsækjendur sitji við sama borð eftir því sem framkvæmdasvið segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×