Áfengisfrumvarpið virðist fá lítinn hljómgrunn á þingi 5. nóvember 2007 12:39 MYND/Hörður Vísir hefur kannað afstöðu þingmanna til frumvarps Sigurðar Kára Kristjánssonar og fleiri þingmanna sem lögleiðir sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Aðeins 28 þingmenn af 63 sáu sér fært að svara fyrirspurninni og þar af vildu tveir þeirra ekki opinbera afstöðu sína. Flestir þeirra sem svöruðu eru á móti hugmyndinni og raunar er enginn þeirra fylgjandi frumvarpinu án þess að vera meðflutningsmaður þess. 18 þingmenn úr öllum flokkum svöruðu fyrirspurn Vísis á þá leið að þeir væru andvígir frumvarpinu. Þá hefur andstaða kemur andstaða þeirra Sturlu Böðvarssonar og Bjargar Guðjónsdóttur, Sjálfstæðisflokki, fram í svari þeirra við sömu spurningu sem Heimdallur lagði fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. 17 þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki eru skráðir sem flutningsmenn frumvarpsins og verður afstaða þeirra að teljast ljós. Þá er afstaða heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ljós, en hann hefur lýst stuðningi við málið. Þá hefur komið fram annarsstaðar að sjálfstæðisþingmennirnir Kjartan Ólafsson og Herdís Þórðardóttir eru fylgjandi málinu. Tveir þingmenn neituðu að gefa upp afstöðu sína til málsins. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sagði að afstaða sín kæmi í ljós þegar, og ef, atkvæðagreiðsla fer fram um frumvarpið. Kolbrún Halldórsdóttir, VG, sagðist hafa slæma reynslu af því þegar blaðamenn reyni að „knýja fram atkvæðagreiðslu um umdeild mál á Alþingi." Hún segist því vilja láta hina eiginlegu atkvæðagreiðslu á Alþingi skera úr um niðurstöðuna. Kolbrún vísar þó í að afstaða hennar hafi komið fram í umræðum um málið á þingi en þar talaði hún gegn málinu. Af þeim 28 sem svöruðu voru átta fylgjandi frumvarpinu, 18 voru á móti og tveir neituðu að gefa upp afstöðu sína. Athygli vekur að enginn þingmaður, sem ekki er flutningsmaður að frumvarpinu, svarar fyrirspurn Vísis á þann veg að hann sé fylgjandi hugmyndinni. Þeir þingmenn sem svöruðu fyrirspurn Vísir eru: Á móti: Steingrímur J. Sigfússon, VG Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu Álfheiður Ingadóttir, VG Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki Magnús Stefánsson, Framsóknarflokki Ellert B. Schram, Samfylkingu, með fyrirvara Atli Gíslason, VG Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu Karl V. Matthíasson, Samfylkingu Jón Magnússon, Frjálslyndum, á móti í óbreyttri mynd Árni Þór Sigurðsson, VG Ögmundur Jónasson, VG Bjarni Harðarson, Framsóknarflokki Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki Katrín Jakobsdóttir, VG Jón Bjarnason, VG Þuríður Bachman, VG Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu Fylgjandi: Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu Arnbjörg Sveinssdóttir, Sjálfstæðisflokki Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki Birgir Ármansson, Sjálfstæðisflokki Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki Neita að svara: Kristján L. Möller, Samfylkingu Kolbrún Halldórsdóttir, VG Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Vísir hefur kannað afstöðu þingmanna til frumvarps Sigurðar Kára Kristjánssonar og fleiri þingmanna sem lögleiðir sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Aðeins 28 þingmenn af 63 sáu sér fært að svara fyrirspurninni og þar af vildu tveir þeirra ekki opinbera afstöðu sína. Flestir þeirra sem svöruðu eru á móti hugmyndinni og raunar er enginn þeirra fylgjandi frumvarpinu án þess að vera meðflutningsmaður þess. 18 þingmenn úr öllum flokkum svöruðu fyrirspurn Vísis á þá leið að þeir væru andvígir frumvarpinu. Þá hefur andstaða kemur andstaða þeirra Sturlu Böðvarssonar og Bjargar Guðjónsdóttur, Sjálfstæðisflokki, fram í svari þeirra við sömu spurningu sem Heimdallur lagði fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. 17 þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki eru skráðir sem flutningsmenn frumvarpsins og verður afstaða þeirra að teljast ljós. Þá er afstaða heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ljós, en hann hefur lýst stuðningi við málið. Þá hefur komið fram annarsstaðar að sjálfstæðisþingmennirnir Kjartan Ólafsson og Herdís Þórðardóttir eru fylgjandi málinu. Tveir þingmenn neituðu að gefa upp afstöðu sína til málsins. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sagði að afstaða sín kæmi í ljós þegar, og ef, atkvæðagreiðsla fer fram um frumvarpið. Kolbrún Halldórsdóttir, VG, sagðist hafa slæma reynslu af því þegar blaðamenn reyni að „knýja fram atkvæðagreiðslu um umdeild mál á Alþingi." Hún segist því vilja láta hina eiginlegu atkvæðagreiðslu á Alþingi skera úr um niðurstöðuna. Kolbrún vísar þó í að afstaða hennar hafi komið fram í umræðum um málið á þingi en þar talaði hún gegn málinu. Af þeim 28 sem svöruðu voru átta fylgjandi frumvarpinu, 18 voru á móti og tveir neituðu að gefa upp afstöðu sína. Athygli vekur að enginn þingmaður, sem ekki er flutningsmaður að frumvarpinu, svarar fyrirspurn Vísis á þann veg að hann sé fylgjandi hugmyndinni. Þeir þingmenn sem svöruðu fyrirspurn Vísir eru: Á móti: Steingrímur J. Sigfússon, VG Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu Álfheiður Ingadóttir, VG Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki Magnús Stefánsson, Framsóknarflokki Ellert B. Schram, Samfylkingu, með fyrirvara Atli Gíslason, VG Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu Karl V. Matthíasson, Samfylkingu Jón Magnússon, Frjálslyndum, á móti í óbreyttri mynd Árni Þór Sigurðsson, VG Ögmundur Jónasson, VG Bjarni Harðarson, Framsóknarflokki Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki Katrín Jakobsdóttir, VG Jón Bjarnason, VG Þuríður Bachman, VG Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu Fylgjandi: Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu Arnbjörg Sveinssdóttir, Sjálfstæðisflokki Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki Birgir Ármansson, Sjálfstæðisflokki Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki Neita að svara: Kristján L. Möller, Samfylkingu Kolbrún Halldórsdóttir, VG
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira