Innlent

Veðramót fékk 11 tilnefningar, Astrópía eina

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/film.is
Kvikmyndin Veðramót eftir Guðnýju Halldórsdóttur fær langflestar tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár, eða 11 talsins. Foreldrar í leikstjórn Ragnars Bragasonar fær næstflestar tilnefningar eða sex talsins. Þá hlýtur kvikmyndin Köld slóð fjórar tilnefningar. Það vekur athygli að Astrópía, sú mynd sem hefur fengið hvað mesta aðsókn skuli einungis fá eina tilnefningu, fyrir leikstjórn.

Anna María Karlsdóttir formaður stjórnar ÍKSA segir tilnefningarnar vera niðurstöðu valnefnda sem skipaðar eru fagfólki og vinni eftir ákveðnu kerfi. Hún hefur sjálf framleitt fjölda kvikmynda og segist skilja ef framleiðendur eru ekki sáttir, en niðurstöðum dómnefnda verði að una.

Sumir sjónvarpsþættir sem tilnefndir eru hafa einungis verið sýndir í örfá skipti en fá samt tilnefningu. Anna María segir að sjónvarpsstöðvarnar sendi inn efni fyrir dómnefndir til að velja úr. Ekki séu sendir inn allir þættir, heldur einn valinn sem dæmi úr hverri seríu.

Edduverðlaunin verða afhent á hótel Nordica 11. nóvember næstkomandi og verða í beinni útsendingu á RUV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×