Innlent

Óskar Bergsson fær 90 þúsund kall á fund

Breki Logason skrifar
Óskar Bergsson fær 90 þúsund kall á fund fyrir nefndarstörf í borginni.
Óskar Bergsson fær 90 þúsund kall á fund fyrir nefndarstörf í borginni.

Óskar Bergsson, húsamsíðameistari og fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins fær rúmar 90 þúsund krónur fyrir hvern fund sem hann situr á vegum borgarinnar.

Frá áramótum hefur Óskar setið 42 fundi á vegum fjögurra nefnda og einn Borgarstjórnarfund.

Eftir því sem fram kom í frétt 24 Stunda í morgun þiggur Óskar 389.614 krónur á mánuði í grunnlaun. Frá áramótum hefur hann því þegið 3.896.140 krónur í laun og fær því 90.607 krónur fyrir hvern fund sem hann situr.

Óskar er formaður í framkvæmdarráði, varamaður í borgarráði og situr í skipulagsráði. Einnig er hann í stjórn skipulagssjóðs.

Fyrir framkvæmdarráð sat Óskar 13 fundi, 3 í borgarráði, 20 í skipulagsráði, 6 í stjórn skipulagssjóðs og 1 borgarstjórnarfund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×