Innlent

Búðarkassaþjófur í Hafnarfirði

MYND/365

Lögregla greip undir morgun þjóf, sem brotist hafði inn í söluturn í Hafnarfirði og stolið þaðan búðarkassanum, eða sjóðsvélinni í heilu lagi.

Hann var á flótta af vettvangi með vélina á sér, þegar hann var gripinn og vistaður í fangageymslu.

Sjóðsvél var líka stolið úr verslun á Selfossi í fyrrinótt, en það mál er enn óupplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×