Innlent

Fjárfestir í Lúxemborg eignast fjórðung jarða í Vopnafirði

Fjárfestir, búsettur í Lúxemborg, og aðilar honum tengdir, hafa á fáum árum eignast fjórðung allra jarða í Vopnafirði. Einn helsti kúabóndi sveitarinnar vill að stjórnvöld setji lög eða reglur sem takmarki fjöldakaup á jörðum.

Af liðlega sextíu jörðum í Vopnafirði hefur Jóhannes Kristinsson í Lúxemborg og félög sem hann tengist eignast um fimmtán jarðir, sumar að hluta, allt jarðir með laxveiðihlunnindum í Hofsá, Selá og Vestdalsá.

Björn Halldórsson í Engihlíð, sem er einn helsti mjólkurframleiðandi sveitarinnar, óttast afleiðingarnar. Þeir sem vilji stunda landbúnað hafi ekki lengur efni á jarðakaupum.

Hann vill að ráðamenn horfi til nágrannalanda. Í viðtali við Stöð 2 nefnir hann dæmi um leiðir sem farnar eru í Noregi og Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×