Íslenski boltinn

Mikilvægt að fá Hermann inn

Vonandi verður annar bragur á varnarleik Íslands í leiknum á morgun en þá kemur Hermann úr leikbanni.
Vonandi verður annar bragur á varnarleik Íslands í leiknum á morgun en þá kemur Hermann úr leikbanni.

„Hermann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í okkar liði. Hann bætir liðsandann og ef illa gengur drífur hann menn áfram," sagði Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, í viðtali við Stöð 2. Á morgun leikur Ísland gegn Liechtenstein í undankeppni EM.

Varnarmaðurinn Hermann Hreiðarsson kemur aftur inn í íslenska liðið eftir að hafa tekið út leikbann í leiknum gegn Lettlandi. Hermanns var sárt saknað í þeim leik.

„Það er mikilvægt að koma vel út úr þessum leik. Að við séum að bæta okkur og spila með öðru hugarfari en við gerðum í síðasta leik," sagði Eyjólfur.

Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen segir að íslenska liðið þurfi að gleyma hörmungunum um síðustu helgi. „Við erum mjög svekktir eftir síðasta leik. Að fá á okkur fjögur mörk gegn Lettum er engan veginn ásættanlegt," sagði Eiður.

„Fyrst og fremst þurfum við að gleyma þeim leik og ná að rífa upp stemninguna. Við þurfum að fá varnarleikinn fastan fyrir og stefna á sigur."

Eiður Smári segir vera í ágætis standi. „Milli þess sem ég tek styrktaræfingar og tygg bólgueiðandi þá er ég allur að koma til. Ég er mjög ánægður með að hafa komist í gegnum 90 mínútur gegn Lettum þó ég hefi verið orðinn mjög þreyttur undir lokin."

„Ég finn það alveg inn á milli að það vantar upp á snerpu hjá mér en það kemur með tímanum," sagði Eiður Smári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×