Brjóta þjófavarnir af varningi og stela 4. október 2007 12:45 Lögregla fer nú yfir hvaðan þýfið er komið. MYND/GVA Svo virðist sem Litháarnir, sem eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um stórfelldan þjófnað í verslunum hér á landi, brjóti í einhverjum tilvikum þjófavörn af varningi og komi honum þannig út úr verslunum. Meðal þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófagenginu var 66 gráður norður, en í fréttum í gær mátti sjá fjölmargar flíkur frá fyrirtækinu á meðal varnings sem lögregla gerði upptækan í húsleit í gær.Kristín Andrea Einarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 66 gráðum norður, segir að ekki liggi fyrir hvert sé andvirði þess fatnaðar sem Litháarnir eiga að hafa stolið. Hins vegar sé ljóst að um sé að ræða dýrari vörur í verslunum fyrirtækisins, útivistavörur sem kosti á bilinu 30-40 þúsund krónur stykkið. Aðspurð segir hún að svo virðist sem þjófarnir hafi látið til skarar skríða í öllum verslunum félagsins í borginni.Aðspurð hvernig mennirnir hafi komist út með vörurnar segir Kristín að svo virðist sem þeir brjóti þjófavarnir af flíkunum. „Við höfun fundið brotnar þjófavarnir í mátunarklefum," segir hún.Kristín segir enn fremur að í kjölfar þessa máls verði farið yfir þjófavarnir í verslununum og hugsanlega leitað nýrra leiða. Þarna hafi verið atvinnuþjófar á ferð eins og fram hafi komið hjá lögreglunni.Stöðvuðu póstsendingar til LitháensEins og fram hefur komið hafa 14 Litháar verið handteknir vegna þjófnaðanna sm ná til ýmissa verslana á höfuðborgarsvæðinu. Hafa sjö þeirra þegar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í viku. Grunur leikur á þeir hafi ætlað að senda þýfið til Litháens.Ómar Smári Ármannsson, yfirmaður auðgunarbrota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi stöðvað póstsendingar sem áttu að fara til Litháens og lögreglan þar í landi rannsaki nú hverjir standi fyrir sölu þýfisins þar.Ómar segir ekki vitað hvort mennirnir séu löglegir í landinu en ljóst sé að þeir hafi ekki stundað reglubundna vinnu. Sumir þeirra hafi komið við sögu lögreglu bæði erlendis og hér á landi. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Svo virðist sem Litháarnir, sem eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um stórfelldan þjófnað í verslunum hér á landi, brjóti í einhverjum tilvikum þjófavörn af varningi og komi honum þannig út úr verslunum. Meðal þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófagenginu var 66 gráður norður, en í fréttum í gær mátti sjá fjölmargar flíkur frá fyrirtækinu á meðal varnings sem lögregla gerði upptækan í húsleit í gær.Kristín Andrea Einarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 66 gráðum norður, segir að ekki liggi fyrir hvert sé andvirði þess fatnaðar sem Litháarnir eiga að hafa stolið. Hins vegar sé ljóst að um sé að ræða dýrari vörur í verslunum fyrirtækisins, útivistavörur sem kosti á bilinu 30-40 þúsund krónur stykkið. Aðspurð segir hún að svo virðist sem þjófarnir hafi látið til skarar skríða í öllum verslunum félagsins í borginni.Aðspurð hvernig mennirnir hafi komist út með vörurnar segir Kristín að svo virðist sem þeir brjóti þjófavarnir af flíkunum. „Við höfun fundið brotnar þjófavarnir í mátunarklefum," segir hún.Kristín segir enn fremur að í kjölfar þessa máls verði farið yfir þjófavarnir í verslununum og hugsanlega leitað nýrra leiða. Þarna hafi verið atvinnuþjófar á ferð eins og fram hafi komið hjá lögreglunni.Stöðvuðu póstsendingar til LitháensEins og fram hefur komið hafa 14 Litháar verið handteknir vegna þjófnaðanna sm ná til ýmissa verslana á höfuðborgarsvæðinu. Hafa sjö þeirra þegar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í viku. Grunur leikur á þeir hafi ætlað að senda þýfið til Litháens.Ómar Smári Ármannsson, yfirmaður auðgunarbrota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi stöðvað póstsendingar sem áttu að fara til Litháens og lögreglan þar í landi rannsaki nú hverjir standi fyrir sölu þýfisins þar.Ómar segir ekki vitað hvort mennirnir séu löglegir í landinu en ljóst sé að þeir hafi ekki stundað reglubundna vinnu. Sumir þeirra hafi komið við sögu lögreglu bæði erlendis og hér á landi.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira