Innlent

Ísland eitt besta rafmagnsbílaland í heimi

Forstjóri eins stærsta orkufyrirtækis landsins telur að Ísland sé eitt besta rafmagnsbílaland í heimi. Olía sé þó ennþá ódýrari kostur. Við höfum sagt frá því að bíll á Akureyri, sem er einn af áttatíu og fjórum í heiminum, notast að mestu við heimilisrafmagn sem orkugjafa.

Ef allir Íslendingar tækju sig saman og myndu skipta yfir á svona ökutæki telja sérfræðingar að hægt væri að minnka dísil og bensíneyðslu hér á landi um 80-90%. Hjá Norðurorku, einu stærsta orkufyrirtæki landsins, sýna menn þessum tilraunum áhuga.

Forstjóri Norðurorku segir að ekki þyrfti að virkja sérstaklega þótt húsrafmagn yrði almennt nýtt í bifreiðaakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×