Hagstjórn í molum og spár út í hafsauga Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2007 18:45 Formaður Vinstri grænna segir hagstjórnina í molum og efnahagsspár út í hafsauga. Formaður Framsóknarflokksins segir að of langt hafi verið gengið í niðurskurði þorskheimilda og mótvægisaðgerðir stjórnvalda séu ómarkvissar. Tvennar utandagskrárumræður voru á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sagði innlendar sem erlendar skýrslur sýna fram á mikla veikleika í efnahagsstjórninni. Steingrímur sagði það blasa við að hagstjórnin væri í molum og allar efnahagsspár úti í hafsauga. Vísaði Steingrímur til þess að spár um minnkandi viðskiptahalla rættust ekki og hefði hann verið um 25 prósent í fyrra, tvöfalt hærri en spáð hefði verið. Þá sagði hann stjórnvöld ekkert gera til á slá á þensluna og vísaði þar til áforma um miklar framkvæmdir í samgöngumálum, hjá háskólunum, byggingu húsa eins og tónlistarhúss og Landsspítala og stóriðjuáform, með tilheyrandi skuldasöfnun þjóðarbúsins í útlöndum. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hallann á viðskiptum við útlönd að mestu ráðast af framkvæmdum einkaaðila, ekki ríkisins. Forsætisráðherra sagði að þingmaðurinn yrði að átta sig á því að það ríktu lög um frjálst flæði fjármagns á Íslandi og það væri ekki á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar að breyta því. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hóf umræðu um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, eftir niðurskurð á þorskheimildum, sem hann sagði að hefði verið allt of mikill og mótvægisaðgerðirnar fálmkenndar. Hann sagði að ekki hefði verið nægjanlega hugað að hagsmunum sveitarfélaganna, sjómanna og fiskverkafólks í mótvægisaðgerðunum. Forsætisráðherra sagðist ráða það af fréttatilkynningu frá Framsóknarflokknum að flokkurinn vildi fara gamaldags leiðir útdeilingar fjármuna úr sjóðum. Það hefði verið gert á árum áður með hörmulegum árangri. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir hagstjórnina í molum og efnahagsspár út í hafsauga. Formaður Framsóknarflokksins segir að of langt hafi verið gengið í niðurskurði þorskheimilda og mótvægisaðgerðir stjórnvalda séu ómarkvissar. Tvennar utandagskrárumræður voru á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sagði innlendar sem erlendar skýrslur sýna fram á mikla veikleika í efnahagsstjórninni. Steingrímur sagði það blasa við að hagstjórnin væri í molum og allar efnahagsspár úti í hafsauga. Vísaði Steingrímur til þess að spár um minnkandi viðskiptahalla rættust ekki og hefði hann verið um 25 prósent í fyrra, tvöfalt hærri en spáð hefði verið. Þá sagði hann stjórnvöld ekkert gera til á slá á þensluna og vísaði þar til áforma um miklar framkvæmdir í samgöngumálum, hjá háskólunum, byggingu húsa eins og tónlistarhúss og Landsspítala og stóriðjuáform, með tilheyrandi skuldasöfnun þjóðarbúsins í útlöndum. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hallann á viðskiptum við útlönd að mestu ráðast af framkvæmdum einkaaðila, ekki ríkisins. Forsætisráðherra sagði að þingmaðurinn yrði að átta sig á því að það ríktu lög um frjálst flæði fjármagns á Íslandi og það væri ekki á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar að breyta því. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hóf umræðu um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, eftir niðurskurð á þorskheimildum, sem hann sagði að hefði verið allt of mikill og mótvægisaðgerðirnar fálmkenndar. Hann sagði að ekki hefði verið nægjanlega hugað að hagsmunum sveitarfélaganna, sjómanna og fiskverkafólks í mótvægisaðgerðunum. Forsætisráðherra sagðist ráða það af fréttatilkynningu frá Framsóknarflokknum að flokkurinn vildi fara gamaldags leiðir útdeilingar fjármuna úr sjóðum. Það hefði verið gert á árum áður með hörmulegum árangri.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira