Innlent

Gagnrýnir mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar

MYND/VG

Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar í þorskkvóta ná ekki til sjómanna og hjálpa fiskvinnslufólki og útgerðum lítið. Þetta kom fram í máli Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, í utandagskráumræðu á Alþingi í dag. Hann efast um að boðaðar aðgerðir dugi til að leysa vandann.

Í ræðu sinni gagnrýndi Guðni Ágústsson boðaðar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar í þorskkvóta. Sagði hann ljóst að aðgerðirnar þyrftu að ganga lengra til þess að þær dygðu til að leysa vanda þeirra byggðarlaga sem verða fyrir tekjumissi.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, vísaði í ræðu sinni gagnrýni Guðna á bug. Sagði hann mótvægisaðgerðirnar hafa breiða skírskotun og ná til fjölmargra þátta til eflingar byggðarlaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×