Innlent

Maður á áttræðisaldri tekinn fyrir ölvunarakstur

MYND/Pjetur

Karlmaður á áttræðisaldri var meðal þeirra fjögurra ökumanna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði vegna gruns um ölvunarakstur í gær og nótt.

Ökumennirnir voru á aldrinum 22-73 ára og er einn þeirra grunaður um að hafa stungið af frá umferðaróhappi. Þá voru þrír teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og var farþegi í einum bílnum handtekinn en viðkomandi var eftirlýstur vegna annarra mála. Tveir bílanna reyndust ótryggðir og voru skráningarnúmer þeirra fjarlægð eftir því sem segir í frétt lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×