Innlent

Smákafbátar í rannsóknum milli Íslands og Færeyja

Hilary skoðar smákafbát.
Hilary skoðar smákafbát.
Rannsóknir með þremur fjarstýrðum smákafbátum á hafsvæðinu á milli Íslands og Færeyja ganga vel að því er fram kemur á heimasíðu færeysku hafrannsóknastofnunarinnar. Öldungadeild bandaríska þingsins lætur sig málið varða þar sem að bandaríski sjóherinn hefur fjármagnað rannsóknirnar að hluta. Interseafood.com greinir frá þessu.

Umræddar rannsóknir taka til mælinga á hitastigi sjávar, seltu, straumi og magni plöntu- eða dýrasvifs og eru upplýsingar sendar frá kafbátunum, sem Færeyingar nefna havsvívara, til lands um gervihnött.

Þetta er samstarfsverkefni færeysku hafrannsóknastofnunarinnar og University of Seattle og hefur rannsóknasjóðurinn National Science Foundation (NSF) styrkt verkefnið fjárhagslega auk þess sem bandaríski sjóherinn á hlut að máli.

Á heimasíðu hafrannsóknastofnunarinnar er birt mynd af Hillary Clinton, öldungadeildarþingmanni og forsetaframbjóðanda, þar sem hún skoðar smákafbát af sömu gerð og eru nú á sveimi á milli Íslands og Færeyja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×