Tendrun friðarsúlu Yoko Ono vekur heimsathygli 2. október 2007 18:45 Það er langur listi fyrirmenna sem fengið hefur boð um að vera við tendrun á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey á fæðingardegi bítilsins John Lennon. Nærri öruggt þykir að Ringo Starr muni baða sig í sviðsljósinu með ekkjunum Yoko Ono og Oliviu Harrison. Ingólfur Margeirsson bítlasérfræðingur vonar að Paul McCartney mæti á svæðið. Yoko Ono og Ringo Starr voru saman í Abbey Road hljóðverinu þegar Bítlarnir tóku upp nokkrar af helstu perlum sínum. Þau munu því hittast á ný í Viðey þegar friðarsúlan verður tendruð en hún mun loga í minningu John Lennon, annars af mestu poppskáldum sögunnar. Ekkja gítarleikarans George Harrison verður einnig í för með þeim. Rithöfundurinn Ingólfur Margeirsson, einn helsti Bítlasérfræðingur landsins, sem landsfrægur er fyrir Bítlaþættina sína á Rás 2, vonar að Paul McCartney mæti til landsins. Ingólfur er á því að framlag Paul og annarra Bítla hafi verið meira en eitthvað gítargutl. Ingólfur segir að Bítlarnir séu einstakir í tónlistarsögunni og að þeir hafi fléttað saman ólíkum straumum og stefnum og fært fólkinu. Mjög er á reiki hverjir hafa þekkst boð Yoko um að mæta við tendrun friðarsúlunnar en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur George Martin upptökustjóri Bítlanna fengið boð og sömuleiðis synir Lennon, þeir Julian og Sean. Þetta hefur þó ekki verið staðfest en það hefur hins vegar verið staðfest að bítlatrymbillinn geðþekki Ringo Starr ætli að koma. Ef allt fer á besta veg mun Ringo lemja húðir með Stuðmönnum eins og hann gerði um árið þegar hann spilaði í Atlavík. Þá verður að líkindum ansi Bítlalegt í Reykjavík í næstu viku og ekki alveg fráleitt að nýtt Bítlaæði bresti á. Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Það er langur listi fyrirmenna sem fengið hefur boð um að vera við tendrun á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey á fæðingardegi bítilsins John Lennon. Nærri öruggt þykir að Ringo Starr muni baða sig í sviðsljósinu með ekkjunum Yoko Ono og Oliviu Harrison. Ingólfur Margeirsson bítlasérfræðingur vonar að Paul McCartney mæti á svæðið. Yoko Ono og Ringo Starr voru saman í Abbey Road hljóðverinu þegar Bítlarnir tóku upp nokkrar af helstu perlum sínum. Þau munu því hittast á ný í Viðey þegar friðarsúlan verður tendruð en hún mun loga í minningu John Lennon, annars af mestu poppskáldum sögunnar. Ekkja gítarleikarans George Harrison verður einnig í för með þeim. Rithöfundurinn Ingólfur Margeirsson, einn helsti Bítlasérfræðingur landsins, sem landsfrægur er fyrir Bítlaþættina sína á Rás 2, vonar að Paul McCartney mæti til landsins. Ingólfur er á því að framlag Paul og annarra Bítla hafi verið meira en eitthvað gítargutl. Ingólfur segir að Bítlarnir séu einstakir í tónlistarsögunni og að þeir hafi fléttað saman ólíkum straumum og stefnum og fært fólkinu. Mjög er á reiki hverjir hafa þekkst boð Yoko um að mæta við tendrun friðarsúlunnar en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur George Martin upptökustjóri Bítlanna fengið boð og sömuleiðis synir Lennon, þeir Julian og Sean. Þetta hefur þó ekki verið staðfest en það hefur hins vegar verið staðfest að bítlatrymbillinn geðþekki Ringo Starr ætli að koma. Ef allt fer á besta veg mun Ringo lemja húðir með Stuðmönnum eins og hann gerði um árið þegar hann spilaði í Atlavík. Þá verður að líkindum ansi Bítlalegt í Reykjavík í næstu viku og ekki alveg fráleitt að nýtt Bítlaæði bresti á.
Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira