Embættismenn á vegum íslenskra og norskra stjórnvalda áttu í dag sinn fyrsta fund á grundvelli samkomulags þjóðanna um samstarf á sviði öryggismála.
Fundurinn var haldinn í Reykjavík og eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu var fjallað um sameiginleg hagsmunamál og viðfangsefni á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum og aukið hagnýtt samstarf á ýmsum sviðum. Gert er ráð fyrir að næsti fundur verði haldinn að sex mánuðum liðnum.