Nýr sæstrengur til Danmerkur tilbúinn eftir rúmt ár 1. október 2007 16:46 Til stendur að leggja sæstreng á milli Íslands og Danmerkur sem á að verða tilbúinn í lok næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Þar segir að ríkisstjórn Íslands hafi á föstudag samþykkt tillögu Kristjáns L. Möller samgönguráðherra um lagningu sæstrengsins á milli Íslands og Danmerkur. Ný strengurinn færi nafnið Danice og á að vera viðbót við Farice 1 sæstrenginn sem tengir Ísland við Evrópu. Með strengnum vonast menn til þess að geta lokkað til landsins netþjónabú en rekendur slíkra búa hafa mikla áherslu á að nýr strengur verði lagður frá landinu til að auka örygi í gangaflutningum. „Danmerkurleiðin hefur í för með sér styttri senditíma til mið- og austurhluta Evrópu og skapar æskilega nálægð við tengipunkta í Stokkhólmi og Amsterdam. Strengurinn mun jafnframt uppfylla kröfur netþjónabúa um flutningsgetu og aðra tæknilega þætti, segir í tilkynningu ráðuneytisins. Það er Farice sem stendur fyrir lagningu strengsins en félagið er langt komið með rannsóknar- og tilboðsvinnu og er búið að tryggja sér framleiðslunúmer á ljósleiðarastreng og skip til lagningar. Kostnaðurinn við lagningu Danice nemur 5 milljörðum króna sem einum og hálfum milljarði króna meira en fyrri áætlanir gerður ráð fyrir, en þar var miðað við streng til Bretlandseyja. Segir í tilkynningu samgönguráðuneytisins að nú þegar liggi fyrir drög að samningi við öfluga aðila, innlenda sem erlenda, um tengingu netþjónabús sem nægir e-Farice til að mæta auknum kostnaði við að fara Danmerkurleiðina. Greint verður frá því samkomulagi á næstu dögum. Þá hafa orkufyrirtækin, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja lýst sig tilbúin að koma að fjármögnun verkefnisins en með því munu þau eignast meirihluta í e-Farice ehf. Eignarhaldsfélagið Farice ehf., er félag um hlut Íslendinga í Farice hf., sem er að 80% í eigu Íslendinga og 20% í eigu Færeyinga. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Til stendur að leggja sæstreng á milli Íslands og Danmerkur sem á að verða tilbúinn í lok næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Þar segir að ríkisstjórn Íslands hafi á föstudag samþykkt tillögu Kristjáns L. Möller samgönguráðherra um lagningu sæstrengsins á milli Íslands og Danmerkur. Ný strengurinn færi nafnið Danice og á að vera viðbót við Farice 1 sæstrenginn sem tengir Ísland við Evrópu. Með strengnum vonast menn til þess að geta lokkað til landsins netþjónabú en rekendur slíkra búa hafa mikla áherslu á að nýr strengur verði lagður frá landinu til að auka örygi í gangaflutningum. „Danmerkurleiðin hefur í för með sér styttri senditíma til mið- og austurhluta Evrópu og skapar æskilega nálægð við tengipunkta í Stokkhólmi og Amsterdam. Strengurinn mun jafnframt uppfylla kröfur netþjónabúa um flutningsgetu og aðra tæknilega þætti, segir í tilkynningu ráðuneytisins. Það er Farice sem stendur fyrir lagningu strengsins en félagið er langt komið með rannsóknar- og tilboðsvinnu og er búið að tryggja sér framleiðslunúmer á ljósleiðarastreng og skip til lagningar. Kostnaðurinn við lagningu Danice nemur 5 milljörðum króna sem einum og hálfum milljarði króna meira en fyrri áætlanir gerður ráð fyrir, en þar var miðað við streng til Bretlandseyja. Segir í tilkynningu samgönguráðuneytisins að nú þegar liggi fyrir drög að samningi við öfluga aðila, innlenda sem erlenda, um tengingu netþjónabús sem nægir e-Farice til að mæta auknum kostnaði við að fara Danmerkurleiðina. Greint verður frá því samkomulagi á næstu dögum. Þá hafa orkufyrirtækin, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja lýst sig tilbúin að koma að fjármögnun verkefnisins en með því munu þau eignast meirihluta í e-Farice ehf. Eignarhaldsfélagið Farice ehf., er félag um hlut Íslendinga í Farice hf., sem er að 80% í eigu Íslendinga og 20% í eigu Færeyinga.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira