Landsbyggðin, samkenndin og tungan verði áfram grundvöllurinn 1. október 2007 14:25 MYND/Stöð 2 Landsbyggðin, samkenndin og tungumálið eru þrenning sem Íslendingar mega ekki varpa frá sér sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þingsetningarávarpi sínu í dag. Ólafur Ragnar hóf ræðu sína á að minnast Einars Odds Kristjánssonar þingmanns sem lést í sumar. Vísaði hann í síðasta viðtalið sem tekið var við Einar Odd í Bæjarins besta þar sem Einar hefði brýnt menn til dáða. Mikilvægt væri að byggja þetta land. Þetta hefði verið hinsta kveðja hans til Íslendinga. Ólafur Ragnar benti á að tímarnir hefðu breyst á Íslandi og að Íslendingar nytu meiri gæfu en nokkru sinni fyrr. Umsvif atvinnulífsins hefðu aldrei verið meiri og að auður hefði safnast á færri hendur en við hefðum áður þekkt. Í þessari þróun væri mikilvægt að missa ekki sjónar á þeim grundvallarþáttum sem gerðu Íslendinga að því sem þeir væru. Rætur Íslendinga á landsbyggðinni Forsetinn benti á að rætur Íslendinga væru á landsbyggðinni og að lífsbarátta bænda og sjómanna hafa skapað jarðveg framfara. Benti Ólafur Ragnar á að framtíð byggðarlaga á landsbyggðinni yrði aldrei hægt að mæla út frá arðsemi. „Hér er meira en fjárhagur í húfi, öllu heldur rætur okkar." Ólafur Ragnar sagði enn fremur að sjálfsmynd þjóðarinnar byggðist á þremur stoðum, arfleifð dreifðra byggða, samkennd og tungumálinu. Það væri áríðandi að standa vörð um þessa þrenningu. Benti Ólafur Ragnar enn fremur á að líkt og landsbyggpðin glímdi við vanda minnkaði samkenndin í samfélaginu. „Hinn mikli auður sem umsvifin á erlendum vettvangi hafa skapað má ekki verða til að böndin trosni sem bundið hafa þjóðina saman. Hitt væri miklu frekar óskandi, að vaxandi auðlegð verði til að útrýma fátæktinni meðal okkar og styrkja verkefni sem gefa sem flestum ný tækifæri - og einnig að hún nýtist okkur til að veita öflugt liðsinni öðrum þjóðum sem eru í vanda, þjóðum sem nú takast á við áskoranir sem við þekkjum margar frá fyrri tíð, erfiðleika sem Íslendingar glímdu við," sagði Ólafur Ragnar. Benti hann enn fremur á að stjórnendur hinnar miklu siglingar íslensks atvinnulfís yrðu ávallt að hafa hugfast að það var þjóðin öll sem gerði þeim kleift að ýta úr vör. „Keppnisandinn, þótt gagnlegur sé, má aldrei slíta véböndin sem tengt hafa fólkið í landinu hvert við annað, gert okkur að einni þjóð. Ef ólík lífskjör spilla friði á heimavelli er hætta á að vindurinn fari fyrr en varir úr seglum íslenskra fleyja á mörkuðum heimsins," sagði Ólafur Ragnar. Engin rök til að vísa íslenskunni til hliðar Ólafur Ragnar fjallaði svo um íslenskuna og sagði: „ Engin efnisrök eru fyrir því að nú verði að víkja íslenskunni til hliðar ef háskólar og fyrirtæki eiga að ná í fremstu röð og hæpið að halda því fram að íslenskan geti ekki áfram verið jafnoki heimsmálanna í þekkingarsköpun og atvinnulífi. Þvert á móti ber að efla íslenskukennslu í skólum landsins um leið og við aukum leikni námsfólks í erlendum málum og hjálpum þeim sem hingað koma frá öðrum löndum að læra íslenskuna." Sérstakan gæfi Íslendingum gildi.„Landsbyggðin, samkenndin, móðurmálið - þrenning sönn og ein; þjóðargæfa að þessir þræðir ófust saman," sagði Ólafur Ragnar að lokum áður en hann bað þingmenn að minnast fósturjarðarinnar og rísa úr sætum. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Landsbyggðin, samkenndin og tungumálið eru þrenning sem Íslendingar mega ekki varpa frá sér sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þingsetningarávarpi sínu í dag. Ólafur Ragnar hóf ræðu sína á að minnast Einars Odds Kristjánssonar þingmanns sem lést í sumar. Vísaði hann í síðasta viðtalið sem tekið var við Einar Odd í Bæjarins besta þar sem Einar hefði brýnt menn til dáða. Mikilvægt væri að byggja þetta land. Þetta hefði verið hinsta kveðja hans til Íslendinga. Ólafur Ragnar benti á að tímarnir hefðu breyst á Íslandi og að Íslendingar nytu meiri gæfu en nokkru sinni fyrr. Umsvif atvinnulífsins hefðu aldrei verið meiri og að auður hefði safnast á færri hendur en við hefðum áður þekkt. Í þessari þróun væri mikilvægt að missa ekki sjónar á þeim grundvallarþáttum sem gerðu Íslendinga að því sem þeir væru. Rætur Íslendinga á landsbyggðinni Forsetinn benti á að rætur Íslendinga væru á landsbyggðinni og að lífsbarátta bænda og sjómanna hafa skapað jarðveg framfara. Benti Ólafur Ragnar á að framtíð byggðarlaga á landsbyggðinni yrði aldrei hægt að mæla út frá arðsemi. „Hér er meira en fjárhagur í húfi, öllu heldur rætur okkar." Ólafur Ragnar sagði enn fremur að sjálfsmynd þjóðarinnar byggðist á þremur stoðum, arfleifð dreifðra byggða, samkennd og tungumálinu. Það væri áríðandi að standa vörð um þessa þrenningu. Benti Ólafur Ragnar enn fremur á að líkt og landsbyggpðin glímdi við vanda minnkaði samkenndin í samfélaginu. „Hinn mikli auður sem umsvifin á erlendum vettvangi hafa skapað má ekki verða til að böndin trosni sem bundið hafa þjóðina saman. Hitt væri miklu frekar óskandi, að vaxandi auðlegð verði til að útrýma fátæktinni meðal okkar og styrkja verkefni sem gefa sem flestum ný tækifæri - og einnig að hún nýtist okkur til að veita öflugt liðsinni öðrum þjóðum sem eru í vanda, þjóðum sem nú takast á við áskoranir sem við þekkjum margar frá fyrri tíð, erfiðleika sem Íslendingar glímdu við," sagði Ólafur Ragnar. Benti hann enn fremur á að stjórnendur hinnar miklu siglingar íslensks atvinnulfís yrðu ávallt að hafa hugfast að það var þjóðin öll sem gerði þeim kleift að ýta úr vör. „Keppnisandinn, þótt gagnlegur sé, má aldrei slíta véböndin sem tengt hafa fólkið í landinu hvert við annað, gert okkur að einni þjóð. Ef ólík lífskjör spilla friði á heimavelli er hætta á að vindurinn fari fyrr en varir úr seglum íslenskra fleyja á mörkuðum heimsins," sagði Ólafur Ragnar. Engin rök til að vísa íslenskunni til hliðar Ólafur Ragnar fjallaði svo um íslenskuna og sagði: „ Engin efnisrök eru fyrir því að nú verði að víkja íslenskunni til hliðar ef háskólar og fyrirtæki eiga að ná í fremstu röð og hæpið að halda því fram að íslenskan geti ekki áfram verið jafnoki heimsmálanna í þekkingarsköpun og atvinnulífi. Þvert á móti ber að efla íslenskukennslu í skólum landsins um leið og við aukum leikni námsfólks í erlendum málum og hjálpum þeim sem hingað koma frá öðrum löndum að læra íslenskuna." Sérstakan gæfi Íslendingum gildi.„Landsbyggðin, samkenndin, móðurmálið - þrenning sönn og ein; þjóðargæfa að þessir þræðir ófust saman," sagði Ólafur Ragnar að lokum áður en hann bað þingmenn að minnast fósturjarðarinnar og rísa úr sætum.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira