Man varla eftir öðrum eins slagsmálum á Húsavík 1. október 2007 12:22 Fimm slösuðust í hópslagsmálum á Húsavík um helgina. Átökin urðu milli útlendinga og heimamanna og man lögreglan varla annað eins. Það var um tvöleytið aðfararnótt sunnudags sem ágreiningur varð á veitingastaðnum Gamla-Bauk milli Íslendings og erlends farandverkamanns. Aðalsteinn Júlíusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík, segir að mennirnir hafi slegist í kjölfarið og þau átök þróast út í hópslagsmál, þar sem tvær fylkingar börðust, bæði innan húss og utan. Í annarri fylkingunni voru heimamenn en í hinni útlendingar. Lögreglan telur þó ekki að ágreininginn megi rekja til rasisma eða þjóðernishyggju heldur hafi ágreiningsefnið verið fyllerísrugl og vitleysa, eins og varðstjóri orðaði það í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Afeiðingar átakanna á Húsavík urðu þær að fimm heimamenn slösuðust, þar af tveir alvarlega. Einn liggur fótbrotinn á Sjúkrahúsi Akureyrar og annar kjálkabrotnaði. Þá eru fleiri bólgnir og bláir og með sokkin augu. Ekki er vitað til að neinn hinna slösuðu sé í hópi erlendu farandverkamannanna. Það var svo með hjálp dyravarða og almennra borgara sem lögreglu tókst að leysa upp slagsmálin en þau þykja nánast einstæð í seinni tíð á Húsavík. Mikið annríki hefur verið Húsavíkurlögreglu við rannsókn málsins síðustu daga. Rætt verður við mörg vitni enda er málið litið mjög alvarlegum augum og fer fyrir dómstóla. Á Akureyri leysti lögregla einnig upp hópslagsmál um helgina á bryggjunni við Eimskip. Lagt var hald á rörbút sem mögulega átti að nota sem vopn. Þessi tvö mál virðast þó óskyld samkvæmt því sem lögregla segir. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Fimm slösuðust í hópslagsmálum á Húsavík um helgina. Átökin urðu milli útlendinga og heimamanna og man lögreglan varla annað eins. Það var um tvöleytið aðfararnótt sunnudags sem ágreiningur varð á veitingastaðnum Gamla-Bauk milli Íslendings og erlends farandverkamanns. Aðalsteinn Júlíusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík, segir að mennirnir hafi slegist í kjölfarið og þau átök þróast út í hópslagsmál, þar sem tvær fylkingar börðust, bæði innan húss og utan. Í annarri fylkingunni voru heimamenn en í hinni útlendingar. Lögreglan telur þó ekki að ágreininginn megi rekja til rasisma eða þjóðernishyggju heldur hafi ágreiningsefnið verið fyllerísrugl og vitleysa, eins og varðstjóri orðaði það í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Afeiðingar átakanna á Húsavík urðu þær að fimm heimamenn slösuðust, þar af tveir alvarlega. Einn liggur fótbrotinn á Sjúkrahúsi Akureyrar og annar kjálkabrotnaði. Þá eru fleiri bólgnir og bláir og með sokkin augu. Ekki er vitað til að neinn hinna slösuðu sé í hópi erlendu farandverkamannanna. Það var svo með hjálp dyravarða og almennra borgara sem lögreglu tókst að leysa upp slagsmálin en þau þykja nánast einstæð í seinni tíð á Húsavík. Mikið annríki hefur verið Húsavíkurlögreglu við rannsókn málsins síðustu daga. Rætt verður við mörg vitni enda er málið litið mjög alvarlegum augum og fer fyrir dómstóla. Á Akureyri leysti lögregla einnig upp hópslagsmál um helgina á bryggjunni við Eimskip. Lagt var hald á rörbút sem mögulega átti að nota sem vopn. Þessi tvö mál virðast þó óskyld samkvæmt því sem lögregla segir.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira