Innlent

Fjármálaráðherra kynnir fjárlög næsta árs

MYND/Stöð 2

Árni Mathiesen fjármálaráðherra er þessa stundina að kynna fjárlög næsta árs fyrir fjölmiðlamönnum. Fjárlögin kynnir hann í Duus-húsi í Reykjanesbæ.

Frumvarpinu verður útbýtt til þingmanna klukkan fjögur í dag á þingsetningarfundi en eins og fram hefur komið verður 135. löggjafarþing Alþingis sett með formlegum hætti kl. 13.30.

Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni setur forseti Íslands Alþingi og að því loknu verður látinna alþingismanna minnst. Þá flytur Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, ávarp og í kjölfarið verður gert hlé á þingsetningarfundi til klukkan 16.

Þegar þingsetningarfundi verður haldið áfram verður fjárlagafrumvarpinu útbýtt, greint frá mannaskiptum í nefndum og dregið um sæti þingmanna. Þingfundi verður svo slitið 16.20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×