Innlent

Skítugir kokkar á skyndibitastöðum

Örveruástand borgara er almennt gott samkvæmt könnuninni.
Örveruástand borgara er almennt gott samkvæmt könnuninni. MYND/Hari
Könnun sem gerð var á vegum Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga í júní og júlí síðastliðnum sýnir að forráðamenn margra skyndibitastaða uppfylla ekki kröfur matvælalaga og reglugerða um heilsufarskýrslur starfsmanna, fræðslu eða þjálfun starfsfólks og aðbúnað vegna handlauga í rými þar sem meðhöndluð eru óvarin matvæli. Í 40% tilfella var aðstaða til handþvottar ekki fullnægjandi og á 8 stöðum af 65 sem heimsóttir voru var handlaug ekki nothæf eða ekki aðgengileg.

Örveruástand borgara í þessari könnun var almennt gott, en þó benda niðurstöðurnar til þess að í þeim tilfellum þar sem sýni voru yfir viðmiðunarmörkum og mikið magn kóligerla hafi almennt hreinlæti ekki verið fullnægjandi, hugsanlega vegna ófullnægjandi hreinlætis starfsfólks eða vegna ófullnægjandi þrifa á staðnum.

Sé smellt á hlekkinn hér að neðan má sjá skýrslu Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga í heild sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×