Innlent

Clinton hafði flugvélaskipti á Keflavíkurflugvelli

Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði ör stutta viðdvöl og flugvélaskipti á Keflavíkurflugvelli í morgun, á leið sinni til Færeyja þar sem hann ætlar að flytja fyrirlestur á ráðstefnu færeyska atvinnulífsins í dag.

Hann kom hinga ásamt hátt í tíu manns í einkaþotu og hélt hópurinn héðan í farþegaþotu færeyska flugfélagsins Air Atlantic. Ekki liggur fyrir hvort Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, var samferða honum en hann ætlar líka að ávarpa sömu ráðstefnu í Færeyjum í dag.

Dýrt er að fá Clinton til fyrirlestrarhalds og skutu öll stórfyrirtæki í Færeyjum saman í reikninginn, þeirra á meðal útibú Kaupþings banka í Færeyjum. Ekki liggur fyrir hvers vegna Clinton hafði flugvélaksipti í Keflavík og heldur ekki hvort hann ætlar að hafa einhverja viðdvöl hér á bakaleiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×