Innlent

Ekki gengið lengra í mótvægisaðgerðum

Geir H. Haarde forsætisráðherra gefur sjávarútvegsfyrirtækjum engar vonir um að gengið verði lengra í mótvægisaðgerðum og minnir á að þeim sé fyrst og fremst ætlað að styðja við bakið á þeim byggðarlögum sem harðast verða úti.

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var meðal annars samþykkt að leggja fram frumvarp um að fella niður veiðigjald af þorski í tvö ár, sem er einn liður þeirra aðgerða sem stjórnvöld boðuðu í sumar til að milda áhrif aflaskerðingar. Forsætisráðherra segir þessa aðgerð þýða að 550 milljónir króna renni beint til útgerða en gefur sjávarútvegnum litla von um frekari stuðning.

Geir telur óvíst að allt það fólki missi vinnuna sem sagt hefur verið upp störfum auk þess sem góðar vonir séu um að það geti fundið aðra vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×