Innlent

Bílar fá eyðslueinkunn

MYND/EOL

Á heimasíðu Orkusetursins hefur verið tekin í gagnið ný reiknivél sem gefur bílum einkunn eftir eyðslu og útblæstri. Notendur geta þar valið bíltegund og látið reikna út í hvaða flokk hún fellur miðað við eyðslu og útblástur. Framkvæmdastjóri Orkusetursins segist vonast til þess að fólk í bílakaupahugleiðingum noti vélina þegar tekin er ákvörðun um hvaða bíl á að kaupa.

„Það myndi breyta mjög miklu ef margir bílaeigendur stefndu á hærri einkunnargjöf," segir Sigurður. Forsendurnar sem notast er við eru fengnar frá dönsku Umferðarstofunni en þar á bæ er orkueyðsla bifreiða lögð til grundvallar fyrir skattlagningu á bíla, að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar.

Bifreiðunum eru gefnar einkunnir í bókstöfum á frá A til G, en notast er við svipað kerfi til að meta raftæki. Bílar sem fá einkunina A og mælast með útblástur undir 120 grömmum teljast visthæfar bifreiðar og fá þarafleiðandi frítt í bílastæði í miðbænum.

Hér má sjá reiknivélina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×