Skógrækt ríkisins hefur gert athugasemdir vegna byggingaráforma í útjaðri borgarlandsins og sagði skipulagsráðunautur hennar í gær að þau fælu í sér einhverja mestu skógareyðingu hérlendis af mannavöldum, þegar skógræktarsvæði væru tekin undir byggingarlóðir. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir þetta hins vegar alrangt og undrast orð fulltrúa Skógræktarinnar.
Borgin segir alrangt að skógareyðing sé í uppsiglingu
Borgaryfirvöld segja alrangt að meiriháttar skógareyðing sé í uppsiglingu með nýjum byggingarhverfum. Þeim verði mætt með mótvægisaðgerðum og græni trefillinn verði jafnlangur.