Innlent

Þingsetning með nýju sniði

MYND/GVA
Alþingi verður sett á mánudaginn við hátíðlega athöfn á mánudaginn kemur. Þónokkrar breytingar verða þó gerðar á dagskránni frá því sem venja hefur verið síðustu áratugina. Strengjakvartett mun flytja stutt tónverk í sal Alþingis og íslenska fánanum verður komið fyrir í salnum áður en athöfnin hefst.

 

Eftir athöfnina verður öllum gestum boðið í hanastél í mötuneyti Alþingis en gestir við athöfnina verða mun fleiri en áður hefur tíðkast því makar þingmanna er einnig boðnir velkomnir. Þetta mun vera nýmæli því áður hittust þingmenn í þingflokksherbergjum sínum þar sem þeir hafa gætt sér á kaffi og pönnukökum.

 

Íslenski fáninn mun eftirleiðis prýða sal Alþingis en lagafrumvarp þess efnis fékk brautargengi á síðasta þingi, eftir 12 tilraunir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×