Lækningaminjasafn rís eftir tvö ár við Nesstofu 27. september 2007 14:35 Til stendur að reisa nýja safnbyggingu fyrir Lækningaminjasafn Íslands á safnasvæðinu við Nesstofu samkvæmt samningi sem gerður hefur verið. Saminginn undirrituðu bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, menntamálaráðherra, fulltrúi Þjóðminjasafnsins og formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur og kveður hann á um bæði byggingu og rekstur húsnæðis fyrir Lækningaminjasafn Íslands og aðra menningartengda starfsemi. Samkvæmt tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ ber bærinn ábyrgð á framkvæmdum við safnabygginguna en kostnaður við hana er áætlaður 345 milljónir króna. Samkvæmt samningnum mun Seltjarnarnes leggja til 110 milljónir króna auk lóðar undir safnið og Læknafélag Íslands leggur til 50 milljónir króna. Menntamálaráðuneytið greiðir 75 milljónir króna en að auki rennur söluandvirði fasteignarinnar Bygggarða 7 á Seltjarnarnesi i framkvæmdina. Bygggarðar 7 voru keyptir fyrir erfðafé Jóns Steffensen, prófessors emeritus, sem arfleiddi Læknafélag Íslands að tilteknum eignum og fjármunum í erfðaskrá sinni. Þá mun Seltjarnarnesbær reka og stjórna Lækningaminjasafninu þegar starfsemin hefst í níu húsnæði. Byggingin verður 1300 fermetrar að stærð og verður reist samkvæmt teikningum Yrkis arkitekta ehf. en þær hlutu fyrstu verðlaun í opinni hönnunarsamkeppni sem fram fór árið 1997. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að safnið verði risið og fullfrágengið haustið 2009 en það verður staðsett í nágrenni við Nesstofu og starfrækt í tengslum við hana. Safnið mun starfa sem stofnun á vegum bæjarfélagsins og verður það miðstöð safnastarfsemi á sviði lækna- og heilbrigðisvísinda auk þess að bera ábyrgð á söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun á þeim munum og minjum sem snerta sögu lækninga á Íslandi. Byggingin mun að auki nýtast undir aðra menningartengda starfssemi Seltjarnarnesbæjar. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Til stendur að reisa nýja safnbyggingu fyrir Lækningaminjasafn Íslands á safnasvæðinu við Nesstofu samkvæmt samningi sem gerður hefur verið. Saminginn undirrituðu bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, menntamálaráðherra, fulltrúi Þjóðminjasafnsins og formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur og kveður hann á um bæði byggingu og rekstur húsnæðis fyrir Lækningaminjasafn Íslands og aðra menningartengda starfsemi. Samkvæmt tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ ber bærinn ábyrgð á framkvæmdum við safnabygginguna en kostnaður við hana er áætlaður 345 milljónir króna. Samkvæmt samningnum mun Seltjarnarnes leggja til 110 milljónir króna auk lóðar undir safnið og Læknafélag Íslands leggur til 50 milljónir króna. Menntamálaráðuneytið greiðir 75 milljónir króna en að auki rennur söluandvirði fasteignarinnar Bygggarða 7 á Seltjarnarnesi i framkvæmdina. Bygggarðar 7 voru keyptir fyrir erfðafé Jóns Steffensen, prófessors emeritus, sem arfleiddi Læknafélag Íslands að tilteknum eignum og fjármunum í erfðaskrá sinni. Þá mun Seltjarnarnesbær reka og stjórna Lækningaminjasafninu þegar starfsemin hefst í níu húsnæði. Byggingin verður 1300 fermetrar að stærð og verður reist samkvæmt teikningum Yrkis arkitekta ehf. en þær hlutu fyrstu verðlaun í opinni hönnunarsamkeppni sem fram fór árið 1997. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að safnið verði risið og fullfrágengið haustið 2009 en það verður staðsett í nágrenni við Nesstofu og starfrækt í tengslum við hana. Safnið mun starfa sem stofnun á vegum bæjarfélagsins og verður það miðstöð safnastarfsemi á sviði lækna- og heilbrigðisvísinda auk þess að bera ábyrgð á söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun á þeim munum og minjum sem snerta sögu lækninga á Íslandi. Byggingin mun að auki nýtast undir aðra menningartengda starfssemi Seltjarnarnesbæjar.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira