Lífið

Frumsýningu á nýjustu mynd Afflecks frestað í Bretlandi

Affleck ásamt bróður sínum sem leikur eitt aðalhlutverkið í myndinni
Affleck ásamt bróður sínum sem leikur eitt aðalhlutverkið í myndinni MYND/Getty
Ákveðið hefur verið að fresta frumsýningu á nýjustu mynd Ben Afflecks, Gone Baby Gone, í Bretlandi. Ástæðan er sú að söguþráður hennar er talinn líkjast um of máli Madeleine litlu McCann sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í byrjun maí.

Frumsýna átti myndina 28. desemeber næstkomandi en dreifingaraðilinn Buena Vista International hefur ákveðið að fresta henni um óákveðinn tíma.

Ekki hefur verið jafn mikil umfjöllun um mál Madeleine McCann í Bandaríkjunum eins og í Bretlandi en Affleck var nýlega gerð grein fyrir því hversu lík myndin væri málinu. Gone Baby Gone sem Afflec leikstýrir fjallar um tvo einkaspæjara í Boston sem leita fjögurra ára gamallar stúlku sem hefur verið rænt. Stúlkan sem leikur í myndinni heitir Madeline O'Brien og er talin líkjast Madeleine í útliti.

Affleck sem leikstýrir bróður sínum Casey í myndinni hefur haft miklar áhyggjur af málinu og vill engan særa. Hann segir myndina snúast um viðskipti á meðan mál Madeleine sé spurning um líf og dauða,"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×