Innlent

Rok og rigning hamla ekki hjólagörpum í grunnskólunum

Krakkar í Fossvogsskólanum létu ekki rok og rigningu aftra sér frá því að hjóla í skólann í morgunn en í dag er sérstakur umhverfisdagur í grunnskólum Reykjavíkur.

Nemendur í Reykjavík voru hvattir til að ganga eða hjóla í skólann í morgun og það verður að segjast að vel hafi tekist til í Fossvogsskóla þar sem mikill fjöldi kom hjólandi í morgun.



Markmiðið með umhverfisdeginum er að efla umhverfisvitund nemenda og fá þá til að huga betur að umhverfi sínu og bættri umgengni.

Í nokkrum skólum í Reykjavík munu nemendur taka til á skólalóðinni og verja deginum við útinám og útvist. Það eitt er víst að það verður hressandi í rigningunni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×