Innlent

Kyrrsetningar á Dash 8 hafa ekki áhrif á flugvélakaup Gæslunnar

Ný flugvél bætist í flota Gæslunnar eftir tvö ár.
Ný flugvél bætist í flota Gæslunnar eftir tvö ár.

Ný flugvél Landhelgisgæslunnar sem pöntuð hefur verið, er af svipaðri gerð og þær vélar sem nú hafa verið kyrrsettar um allan heim. Gæsluvélin er af gerðinni Dash 8 300, en vélarnar sem kyrrsettar hafa verið eru Dash 8 400. Fjármálastjóri gæslunnar segir málið engin áhrif hafa á kaupin á nýju vélinni.

Þórhallur Hákonarson, fjármálastjóri Landhelgisgæslunnar, segir þær vélar sem um ræðir vera lengri en nýja gæsluvélin. Hann segir að ef til þess komi að um mögulega galla í lendingarbúnaði geti verið að ræða í gæsluvélinni tryggi samningar að það komi ekki að sök. Gæslan fái vélina eftir um það bil tvö ár, málið sé í eðlilegum farvegi og verið sé að klára smíðalýsingu.

„Í samningnum er kveðið á um að komi eitthvað þessu líkt upp, það er að segja mögulegir gallar, þá ber framleiðandanum að laga vélina fyrir afhendingu," segir Þórhallur. Hann bendir einnig á að ekki sé hægt að bera saman Dash 8 farþegavél og vél gæslunnar sem verður sérútbúin til björgunarstarfa. „Það er eins og að kalla Econoline sendibílinn sjúkrabíl," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×