Innlent

Geir í víking til Írlands

Geir H. Haarde og Inga Jóna Þórðardóttir, kona hans, sækja Íra heim þessa dagana.
Geir H. Haarde og Inga Jóna Þórðardóttir, kona hans, sækja Íra heim þessa dagana. MYND/Vilhelm

Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur í dag opinbera heimsókn sína til Írlands en hún stendur fram á föstudag. Meðal þeirra sem Geir fundar með eru Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, Michéal Martin, viðskiptaráðherra, og Brian Lenihan, dómsmálaráðherra, auk þess sem hann hittir Mary McAleese, forseta Írlands.

Þá heimsækir forsætisráðherra Hibernia Atlantic, Industria og Merrion Capital Group, sem eru í eigu Íslendinga, ásamt því að kynna sér starfsemi International Financial Services Centre og Forfás sem er stefnumótunar- og ráðgjafarvettvangur stjórnvalda á sviði viðskipta og vísinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×