Innlent

Hass í póstkassa

MYND/365

Hass og kannabisefni fundust á heimili konu á Norðurlandi sem ákærð hefur verið fyrir fíkniefnalagabrot. Ákæra á hendur henni var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands vestra í gær.

Lögregla gerði húsleit á heimili hennar í apríl fyrr á árinu og fann þar samtals rúmlega 65 grömm af hassi, annars vegar í fataskáp í svefnherbergi íbúðarinnar og hins vegar í póstkassa konunnar í stigagangi hússins. Þá fann lögreglan lítilræði af amfetamíni í buxnavasa konunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×