Innlent

Snorri sigraði Hannes Hlífar á Íslandsmótinu

Hannes Hlífar hefur ekki tapað skák´á Íslandsmóti síðan 2002
Hannes Hlífar hefur ekki tapað skák´á Íslandsmóti síðan 2002

FIDE-meistarinn Snorri G. Bergsson sigraði stórmeistarann Hannes Hlífar Stefánsson í 6. umferð Íslandsmótsins í skák, sem tefld var í dag. Snorri, sem hafði svart, kom með nýjung í 16. leik og vann sigur í 29. leikjum á glæsilegan hátt.

Þetta mun vera fyrsta tap Hannesar á Íslandsmótinu í skák síðan 2002 en þá tapaði hann fyrir Helga Áss Grétarssyni. Hannes er engu að síður efstur, með 4,5 vinning en Þröstur Þórhallsson er annar með 4 vinninga eftir sigur á Braga Þorfinnssyni. Snorri og Stefán Kristjánsson eru í 3.-4. sæti með 3,5 vinning.

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, sem er aðeins 14 ára, er efst á Íslandsmóti kvenna, en hún gerði jafntefli í dag í 5. umferð við Guðlaugu Þorsteinsdóttur stigahæsta keppenda mótsins. Hallgerður hefur 4,5 vinning en Guðlaug er önnur með 3,5 vinning en á skák til góða á Hallgerði. Harpa Ingólfsdóttir eru í þriðja sætið með 3 vinninga. Frídagur er á morgun en sjötta umferð fer fram á þriðjudag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×