Innlent

Almenningi finnst laun bankastjóra alltof há

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Meirihluta almennings finnst laun bankastjóranna alltof há, samkvæmt óvísindalegri könnun sem fréttastofan gerði í dag.

Við greindum frá mánaðarlaunum íslensku bankastjóranna í fréttum okkar í gær. Þá kom fram að það tekur verkamann um hálfa öld að vinna sér inn mánaðarlaun forstjóra Kaupþings sem er efstur á lista bankastjóranna með tæpar 65 milljónir króna í laun á mánuði.

Flestir viðmælendur fréttastofu voru sammála um að bankarnir ættu frekar að lækka vexti og gjöld . Og mörgum var ómögulegt að ímynda sér hvernig þeir myndu verja fjármagninu, ef þetta væru þeirra eigin mánaðarlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×